Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 163
ALDA BJöRK VALDImARSDóTTIR
162
lætistilfinningar. Í öðru lagi sé talið að sá sem finni fyrir þórðargleði öfundi
þann sem verður fyrir ógæfunni. Platón var á þessari skoðun fyrir meira en
tvö þúsund árum og sagði: „Sögðum við ekki að ánægjan yfir misförum vina
okkar stafi af öfund“.98 öfundin er meiri eftir því sem staða viðkomandi er
æðri sem eykur líkur á þórðargleði þegar slíkur einstaklingur lendir í ógöng-
um. Þessi liður hefur að gera með sjálfsmat einstaklingsins. Þriðja leiðin
sem farin er til að útskýra þórðargleði er með því að skoða hópasamskipti
en hún er algeng þar sem hópar myndast. Þá eru helst skoðuð samkeppni,
metingur, hverjir mótherjarnir eru, minnimáttarkennd og sú árársargirni
sem myndast innan slíkra samskipta. Slíkar kenndir geta til dæmis myndast
á íþróttaleikjum og innan annarra félagslegra hópa. Þessi þáttur snýr að fé-
lagslegri sjálfsmynd.99
Þórðargleði eða skaðagleði er meira að segja einn af hornsteinum kristn-
innar eins og sjá má af fordæmingarhugmyndum Tertullian frá Karþagó
(155-220) en hann hefur verið kallaður faðir vestrænnar guðfræði. Í handan-
lífslýsingum hans er himnaríki svalir þaðan sem hinir frelsuðu geta horft á
helvíti og notið þess að fylgjast með eilífu sjónarspilinu meðan dæmdar sálir
steikjast í eldinum.100 Í þessu samhengi má minna á rannsóknir þýska tauga-
fræðingsins (e. neuroscientist) Taniu Singer sem hefur rannsakað tilfinninga-
viðbrögð fólks með hjálp heilaskanna. Þegar einstaklingarnir í rannsókninni
horfðu á hendi annarrar manneskju verða fyrir raflosti þá lýsti sársauka-
svæði þeirra upp sem sýndi að þeir deildu sársauka mennskjunnar. Hér var
á ferðinni dæmigerð samlíðan. en slíkt gerðist aðeins ef manneskjan var
einhver sem þeim líkaði við, sem þeir gátu fundið til með, ef mannskjan sem
fékk raflostið hafði til dæmis tekið þátt í vinalegu spili með þeim skömmu
fyrir skannann. ef manneskjan svindlaði og var ósanngjörn sýndu tilraunar-
viðföngin sama og enga samlíðan. Áhugavert var að í heila karlmannanna
örvaðist sá hluti sem stýrir ánægju. Þeir færðust frá samlíðan til réttlætis og
fannst refsingin vera góð.101 Líkt og De Waal segir er himnaríkið hans Ter-
98 Sama heimild, bls. 2.
99 Sama heimild, bls. 3.
100 Frans De Waal gerir þessar hugmyndir að umræðuefni í Mama‘s Last Hug. Animal
Emotions and What They Tell us about Ourselves, bls. 109. De Waal vísar ekki í neinn
ákveðinn kafla úr verkum Tertullian en að öllum líkindum er hann að vísa í lýsingu-
na sem finna má í Apology, De Spectaculis, ensk þýðing, T.R. Glover, London: Har-
vard University Press, 1931, bls. 297, 299 og 301.
101 Tania Singer, Ben Seymour, John P. O‘Doherty, Klaas e. Stephan, Reymond J. Dol-
an og Chris D. Frith, „emphatic neural responses are modulated by the perceived
fairness of others“, Nature 2006, bls. 439 og 466–469. Sjá einnig Tania Singer og