Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 79
RAnnVEIG SVERRISDóTTIR OG KRISTÍn LEnA ÞORVALDSDóTTIR
78
þingsályktunar um málstefnu íslensks táknmáls, farið í gegnum samráðs-
gátt stjórnvalda.7
Í starfshópnum áttu sæti döff málhafar ÍTM og málfræðingar, sem
eru jafnframt höfundar þessarar greinar.8 Þótt greinarhöfundar séu ekki
málhafar þá tala þeir ÍTM og byggði þátttaka þeirra á þekkingu þeirra á
málstefnum og málfræði táknmála, sér í lagi ÍTM. Eins og fram kemur í
skýrslu starfshópsins til ráðherra, sem fylgdi MÍTM, var víðtækt samráð
haft í vinnunni, bæði við sérfræðinga á sviði döff fræða, málstýringar og
málvísinda, við fulltrúa Íslenskrar málnefndar og við táknmálssamfélagið
sjálft. Til hliðsjónar voru höfð skjöl eins og Íslenska til alls sem felur í sér
tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu auk annarra sam-
bærilegra skjala fyrir sænskt, finnsk-sænskt og nýsjálenskt táknmál.9 Þá
byggði MÍTM á málstefnufræðum, sögu ÍTM, stöðu þess í félagslegu
og menntunarlegu samhengi sem og reynslu málhafanna sem í starfs-
hópnum sátu.
Markmið þessarar greinar er að ræða MÍTM í ljósi málstefnufræða og
gera henni þannig betri skil á fræðilegum vettvangi. Rýnt verður í MÍTM og
leitað svara við því hvort málstefnan stuðli að því að búa til það málumhverfi
sem táknmálsbörn10 þurfa til að þróa mál sitt og geti þar með haft áhrif á líf-
7 „Tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslensks táknmáls, mál nr. 90/2022“, Sam-
ráðsgátt, sótt 16. nóvember 2022 af https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/
Details/?id=3203.
8 Málhafar í starfshópi voru Heiðdís Dögg Eiríksdóttir og Eyrún ólafsdóttir. Grein-
arhöfundar þakka þeim fyrir samstarfið í starfshópnum og fyrir að treysta höfundum
fyrir því að vinna úr sameiginlegum gögnum hópsins. Döff fólk er fólk sem talar
táknmál og samsamar sig menningarheimi táknmálstalandi fólks.
9 „Íslenska til alls – tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu“, Mennta-
málaráðuneyti, 2008, sótt 16. nóvember af https://www.stjornarradid.is/media/
menntamalaraduneyti-media/media/ritogskyrslur/islenska_til_alls.pdf; „Mål i mun
– Förslag till handlingsprogram för svenska språket“, Kulturdepartmentet, birt 2. apr-
íl 2002, uppfært 2. apríl 2015, sótt 16. nóvember 2022 af https://www.regeringen.se/
rattsliga-dokument/statens-offentliga-utredningar/2002/04/sou-200227/; „Språk-
plan för finlandssvenskt teckenspråk (version 7.0)“, Félag Finnlands-sænskra táknara
og Félag heyrnarlausra í Finnlandi, 2017, sótt 16. nóvember 2022 af https://www.
dova.fi/wp-content/uploads/2020/05/Spra%cc%8akplan_7.0_2017.pdf; „new
Zealand Sign Language Strategy 2018-2023“, Ministry of Social Development, 2018,
sótt 16. nóvember 2022 af https://www.odi.govt.nz/nzsl/nzsl-strategy-2018-2023/.
10 Hér, líkt og í MÍTM, vísar hugtakið táknmálsbarn bæði til allra barna sem nota ÍTM
að staðaldri, hvort sem þau læra það sem sitt móðurmál/fyrsta, annað eða þriðja mál
og þeirra barna sem greinast með heyrnarskerðingu og eiga samkvæmt Lögum um
stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011 rétt á að læra ÍTM um leið
og máltaka hefst eða staðfestur grunur er um heyrnarskerðingu. Hér er líka átt við