Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 138

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 138
„ÉG HeYRI ÞAð Sem ÞÚ SeGIR“ 137 Trump nefnir þann sem var ákærður fyrir morðið aldrei á nafn, hann er aðeins ólöglegur aðkomumaður og þannig er sköpuð fjarlægð við „heima- menn“. meintur morðinginn er ekki einn af okkur og er framandi í okkar samfélagi. Aftur á móti er nafn fórnarlambsins ítrekað dregið fram og mynd- ir af því birtar í fjölmiðlum. Hún hét mollie og áhersla er lögð á útlit hennar og persónuleika. Hún var „ótrúleg“, „fögur“ og „ung“.27 mollie er „ein af okkur“ á meðan hinn ólöglegi kemur frá mexíkó. Hér má minna á þau orð Pauls Bloom að samlíðan sé kastljós, hún beini athygli okkar að einstaklingum með söguna á bak við sig og þeim sem til- heyra okkur en geti gert okkur blind á nafnlausa hópinn. Vandamál fjöldans séu ekki raunveruleg, áberandi eða áþreifanleg. Þegar komi að tilfinninga- lífi okkar þá virðist stórir samfélagshópar ekki skipta miklu máli. Við séum miklu líklegri til þess að gera góðverk ef við fáum að vita nöfn, heyra per- sónulega sögu einstaklinganna og sjáum myndir af þeim.28 Þær aðstæður geta því skapast í huga okkar að sársauki einnar manneskju skipti meira máli en sársauki þúsunda. Samlíðan horfir þannig á einstaklinginn en ekki fjöldann. Hún ýtir jafnvel undir grimmdarverk á ógnartímum vegna þess að samlíðanin með þeim sem eru í okkar liði getur haft það í för með sér að við leitum að leiðum til að hefna, refsa, fara í stríð eða beita þá ofbeldi sem við teljum hafa brotið á okkar fólki. Dýrafræðingurinn Frans de Waal, sem er mikill stuðningsmaður samlíðunar og notar hana til þess að rannsaka hátt- Should’ve never happened. Illegally in our country.“ enska orðið „alien“ ýtir enn frekar undir framandleikann sem sveipar Rivera, auk þess sem hann er skilgreindur sem rándýr. Þannig má sjá tilraun til afmennskunar á ólöglegum innflytjendum. 27 Ríkisstjóri Iowa, Kim Raynold, sagði um málið stuttu eftir að Rivera var handtek- inn: „Það vekur með okkur reiði að ónýtt innflytjendakerfi skuli gera svona rán- dýri það kleift að lifa í samfélagi okkar og við munum gera allt sem við getum til þess að tryggja að réttlætið nái fram að ganga í máli morðingja mollíar.“ [„We are angry that a broken immigration system allowed a predator like this to live in our community, and we will do all we can to bring justice to mollie’s killer.“] Sjá The Los Angeles Times, „White Supremacist Group making Robocalls About Death of Iowa College Student“, 31. ágúst 2018, sótt 23. júlí 2022 af https://www.latimes.com/ nation/la-na-white-supremacist-robocalls-20180831-story.html/. 28 Paul Bloom, Against Empathy. The Case for Rational Compassion, bls. 86–87. Bloom bregst meðal annars við fjölda kenninga um að samlíðan geri það að verkum að við séum betri við annað fólk. Hann vitnar í rannsókn C. Daniel Batson en niðurstöður hans bendi ekki til þess að samlíðan sé merki um óeigingirni. Batson hefur sagt að samlíðan sé hvorki siðleg né ósiðleg heldur verði ekki metin á siðferðilegum mæli- kvarða (e. amoral). Sjá C. Daniel Batson o.fl., „Immorality from empathy-Induced Altruism. When Compassion and Justice Conflict“, Journal of Personality and Social Psychology 68, 1995, bls. 1042–1054, hér bls. 1043.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.