Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 48
Jóhannes Gísli Jónsson
Táknmál og raddmál
Tvær greinar af sama meiði
Tungumálum heims má skipta í tvo meginflokka eftir því hvernig þau eru
tjáð og skilin, það er raddmál og táknmál. Í raddmálum er mannsröddin not-
uð til tjáningar og heyrnin til að nema það sem sagt er en táknmál byggjast á
handahreyfingum og ýmiss konar látbrigðum (e. non-manuals) táknarans og
sjónskynjun viðtakandans.1 Raddmál og táknmál hafa því mjög ólíkan miðl-
unarhátt (e. modality) og virðast eiga fátt sameiginlegt við fyrstu sýn. Samt
sem áður er hægt að sýna fram á að táknmál hafi málfræðilega formgerð sem
er í grundvallaratriðum eins og í raddmálum. Það eru þó ekki nema rúm 60
ár síðan fyrst voru færð rök fyrir þessari skoðun en fram að þeim tíma höfðu
alls kyns ranghugmyndir verið uppi meðal fræðimanna um eðli táknmála
enda voru þá engar rannsóknir til að styðjast við. En eins og umfjöllunin
hér að neðan sýnir verður hinn sameiginlegi grunnur táknmála og raddmála
aðeins leiddur í ljós með rannsóknum og fræðilegri greiningu sem tekur mið
af ýmsum óhlutstæðum eiginleikum tungumála.
Í þessari grein verður fjallað um það sem táknmál og raddmál eiga sam-
eiginlegt þrátt fyrir ólíkan miðlunarhátt. Um þetta efni hefur lítið verið
skrifað á íslensku þótt vissulega megi finna samanburð á tilteknum atriðum
í táknmálum og raddmálum í skrifum um íslenskt táknmál (ÍTM).2 Tekin
verða dæmi af ólíkum sviðum málsins og rætt um mikilvæg málfræðihugtök
sem eiga jafnt við um táknmál og raddmál. Einnig verður fjallað um nokkur
1 Með hugtakinu látbrigðum er átt við hvers kyns tjáningu í táknmálum sem felur
ekki í sér notkun handanna, til dæmis hreyfingu axla, svipbrigði, munnhreyfingar og
augnhreyfingar.
2 Ýtarlegasta umfjöllunin er hjá Elísu Guðrúnu Brynjólfsdóttur, Jóhannesi Gísla Jóns-
syni, Kristínu Lenu Þorvaldsdóttur og Rannveigu Sverrisdóttur, „Málfræði íslenska
táknmálsins“, Íslenskt mál og almenn málfræði 34, 2012, bls. 9–52.
Ritið
3. tbl. 22. árg. 2022 (47-76)
Ritrýnd grein
© 2022 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundar greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.22.3.3
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).