Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 189
SIGuRðuR KRISTInSSOn
188
upplýsingamiðlun og fjölhyggja. Þó þessi skilyrði séu misvel uppfyllt í veru-
leikanum felur kjörmynd rökræðulýðræðis í sér að lýðræðið standi betur
undir nafni og sé réttmætara eftir því sem þau eru betur uppfyllt.
Í ljósi þessara hugleiðinga um rökræðulýðræði og trúverðugleika stað-
hæfinga blasir við að háskólar eru í lykilstöðu til að stuðla að því að þjóð-
félagsumræðan uppfylli sem best skilyrði rökræðulýðræðis og ýta undir
hæfni og vilja borgaranna til þátttöku. Samkvæmt kjörmynd rökræðulýð-
ræðisins sprettur opinber stefnumótun úr jarðvegi reynslu, viðhorfa og
skoðana almennra borgara. Þjóðfélagsumræðan síar út úr þessum jarðvegi
staðhæfingar og umræðuefni sem krefjast nánari umfjöllunar og skoðunar,
allt þar til ákveðnir valkostir um stefnumál hafa verið meitlaðir þannig að
um þá sé hægt að kjósa í almennum kosningum eða af kjörnum fulltrúum.
Til að þetta ferli virki er nauðsynlegt að borgararnir hafi bæði hæfni og vilja
til að hafa það sem sannara reynist.90 Chambers91 bendir á að hér reyni á
dygð sannsöglinnar, sem Bernard Williams greinir í tvo þætti, einlægni og
nákvæmni.92 Einlægni – viljinn til að segja satt – dugar skammt ef fólk skortir
hæfni til að greina á milli þess sem er sennilegt og ósennilegt, satt og ósatt.
Hin tvíþætta dygð sannsöglinnar verður ekki til af sjálfri sér heldur krefst
hún þjálfunar og sífelldrar ástundunar. Slík þjálfun og ástundun ætti að
vera keppikefli háskóla ef marka má þann útbreidda skilning að starf þeirra
snúist um lærdóm, þekkingu og gagnrýna hugsun.93 Þannig fara algengar
hugmyndir um meginhlutverk háskóla nákvæmlega saman við grunnþarfir
lýðræðisins samkvæmt kjörmynd rökræðulýðræðis. Ástæðan fyrir því að
lýðræðið þarf á háskólum að halda er ekki einungis sú að þjóðfélagsum-
ræðan þarf að byggjast á sameiginlegum heimi grunnstaðreynda sem há-
skólar (ásamt fjölmiðlum) leggja af mörkum til. Ástæðan er ekki síður sú að
til að þjóðfélagsumræðan þjóni hlutverki sínu við að elta uppi sannleikann
verða borgararnir að rækta dygð sannsöglinnar og sú ræktun ætti að vera eitt
helsta keppikefli háskóla.
90 Samanber greiningu Vilhjálms Árnasonar á vitsmunalegri ábyrgð, sem feli í sér bæði
samræðuvilja og samræðuhæfni, Farsælt líf, bls. 410–412.
91 Bls. 158–160.
92 Bernard Williams, Truth and Truthfulness. An Essay in Genealogy, Princeton: Prince-
ton university Press, 2002.
93 Jón Torfi Jónasson, Inventing Tomorrow‘s University, bls. 44; Páll Skúlason, Háskóla-
pælingar. Um stefnu og stöðu háskóla í samtímanum, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2014;
Trausti Þorsteinsson, Sigurður Kristinsson og Hjördís Sigursteinsdóttir, „Sam-
félagslegt hlutverk háskóla“, Stjórnmál og stjórnsýsla 8: 2/2012, bls. 281–302, hér bls.
292.