Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 62
TáKnMáL OG RaDDMáL
61
eru notuð í málinu og lærast fyrst á máltökuskeiði. Fjöldi ómarkaðra hand-
forma er yfirleitt innan við 10 í hverju táknmáli.45
Til samanburðar við ómörkuð handform í táknmálum má nefna að dreif-
ing sérhljóða í íslensku bendir til þess að /i/, /a/ og /u/ séu ómörkuð gagn-
vart öðrum sérhljóðum málsins. Þannig eru þessi þrjú sérhljóð þau einu sem
koma fyrir í beygingarendingum (sbr. hest-ur, hest-i, hest-ar, hest-a, hest-um).
Það eru því engar beygingarendingar í íslensku sem innihalda sérhljóð eins
og /á/, /e/, /ó/, /o/, /í/ og svo framvegis. annað dæmi um mörkun hljóða
í íslensku eru rödduð og órödduð nefhljóð. Þau fyrrnefndu eru greinilega
ómörkuð þar sem þau koma fyrir í alls kyns umhverfi en órödduðu nefhljóð-
in koma aðeins fyrir í framstöðu (hneppa) og á undan /p, t, k/ (sbr. hampa,
vanta, rýmka).46 auk þess eru rödduð nefhljóð miklu algengari í tungumálum
heims en órödduð svo segja má að rödduðu nefhljóðin séu ómörkuð út frá
samanburði milli tungumála.
Orðhlutafræði
Orðhlutafræði snýst um morfemin, minnstu merkingarbæru einingar máls-
ins, og eiginleika þeirra. Í íslensku er þó hefð fyrir því að nota hugtakið
beygingar- og orðmyndunarfræði af því að morfem eru bæði notuð í beyg-
ingum og orðmyndun. Og þar sem morfem koma við sögu í beygingum er
nauðsynlegt að túlka hugtakið morfem þannig að það vísi einnig til orðhluta
sem tákna beygingarlegar formdeildir eins og persónu, tölu, tíð, kyn og fall.
Sum orð eru bara eitt morfem, sbr. trú eða list, en morfemum er einnig hægt
að raða saman og búa til orð sem innihalda mörg morfem, sbr. stóð-hest-ur
eða vill-u-kenn-ing.
Táknmál hafa morfem sem merkingarbærar einingar ekkert síður en
raddmál. Táknmál eru þó mjög samleit að því er varðar beygingar og orð-
myndun í samanburði við raddmál. Til dæmis er ekki vitað um neitt tákn-
mál sem hefur fall eða kyn sem beygingarformdeild nafnorða þótt ýmis
raddmál hafi mjög ríkulega fall- og kynbeygingu, til dæmis íslenska.47 Þá
45 Um ómörkuð handform í ÍTM, sjá Elísu Guðrúnu Brynjólfsdóttur o.fl., „Málfræði
íslenska táknmálsins“, bls. 17.
46 Reyndar er það bara /n/ sem kemur fyrir í framstöðu. Um dreifingu nefhljóða í
íslensku má lesa hjá Eiríki Rögnvaldssyni, Hljóðkerfi og orðhlutakerfi íslensku, Reykja-
vík, 2013, bls. 73–74.
47 Þau örfáu tilvik þar sem fall eða kyn virðist vera táknað í beygingu táknmála tengj-
ast fornöfnum fremur en nafnorðum; sjá Josep Quer o.fl., SignGram Blueprint, bls.