Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 23
VAlgERðUR STEFáNSDóTTIR
22
fyrir mannfélagið. Flestir væru undir tvítugu og einungis þrír væru eldri en
60 ára. Bent var á að „þetta fólk“ yrði sjaldan langlíft og það væri einmana:
… ef það kennir þunglyndis eða sorgar, ber það hana eitt síns liðs,
öll gleðin, sem málið veitir öðrum, fer fram hjá því. það er líklegt,
að viljann til að lifa vanti fremur hjá því en öðrum, og viljinn lengir
lífið. Enginn af þessum 66 manns hefur nokkru sinni gipt sig, enda
væri heyrnar- og mállaus móðir sorgarsjón. Borið hefur þó við að
eitthvað af þessu fólki hefur átt börn.80
þrátt fyrir að það álit kæmi fram í skýrslunni að heyrnar– og málleysingjar
væru byrði fyrir mannfélagið unnu 16 konur og 21 karlmaður fyrir sér með
sveitavinnu eða rúmur helmingur og einungis fimm voru á sveit. Aðstæður
eins og strjálbýli, fámenni, búsetuhættir og sveitafesti voru ekki hagstæðar
þróun ÍTM. Engin merki virðast vera um að málsamfélag hafi þróast og
engin vitneskja er um að fólk tjái sig með táknmáli.
Skólinn flytur til Reykjavíkur
Margrét Rasmus tók við stjórn nýs skóla í Reykjavík, Málleysingjaskólans,
árið 1908 en hún hafði lært kennsluaðferðir við kennslu heyrnarlausra í
Kaupmannhöfn eins og prestarnir.81 Í íbúaskrá Reykjavíkur kemur fram að
sjö nemendur82 fluttust frá Stóra Hrauni og sjö nýir bættust við hópinn.83 á
árunum 1910–1915 komu í skólann 12 nemendur til viðbótar.84 Frá 1910–
1916 voru 10–16 nemendur í skólanum á hverjum tíma. þeir bjuggu fyrst hjá
80 Stjórnartíðindi fyrir Ísland C-deild, landshagsskýrslur fyrir Ísland 1906, 1907, bls.
105–107, sótt 8. september 2022 af landshagsskýrslur fyrir Ísland - landshags-
skýrslur fyrir Ísland 1906 (01.01.1907) - Tímarit.is (timarit.is).
81 „30 ára kennara-afmæli“, Morgunblaðið 16: 227/1929, bls. 5, sótt 29. apríl 2022 af
Morgunblaðið - 227. tölublað (02.10.1929) - Tímarit.is (timarit.is).
82 Nemendurnir voru guðjón Jónsson frá Bragðavöllum, Rósant guðmundur Trjá-
mannsson, Margrét Sæmundsdóttir, árni guðmundsson, Markús loftsson (Merkúr
loptsson), ólafur guðmundsson og Sigurjón gíslason.
83 þeir sem bættust við voru þorsteinn Jónsson (Jónasson) og Anna Kr. Jónsdóttir.
árið eftir komu Elísabet Sigurðardóttir (Beta), Sveinfríður Halldóra Kristín guð-
mundsdóttir, Tryggvi Jónsson, Sigríður Kristín Kolbeinsdóttir og Sveinbjörg lára
guðmundsdóttir.
84 Nemendurnir hétu Elín g. H. Hallgrímsdóttir, þorbjörg Jónsdóttir, Anna Björns-
dóttir, Sigríður Bjarnadóttir, María guðmundsdóttir, guðrún Jónsdóttir, Kristbjörg
Jónsdóttir, Rútur Hansson, guðmundur guðbrandsson, Magnús Eiríksson, Krist-
björg Jónsdóttir og Helga þórðardóttir.