Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 80
UM MÁLSTEFnU ÍSLEnSKS TÁKnMÁLS
79
vænleika málsins og komið í veg fyrir útrýmingu þess.
Í upphafi verður gerð grein fyrir helstu kenningum í málstefnufræðum og
fjallað um táknmál í ljósi málstefnufræða. Rýnt verður í málstefnu íslensks
táknmáls í víðari og þrengri merkingu þess orðs og fjallað um meginstoðir
MÍTM, sérstaklega viðhorf, máltöku og umdæmi. Skoðað verður hvort og
með hvaða hætti meginstoðir MÍTM ríma við málstefnufræði. niðurstaða
höfunda er sú að MÍTM, sé henni fylgt á allra næstu árum, geti unnið gegn
útrýmingu ÍTM og að bættu málumhverfi táknmálsbarna.
Málstefnufræði
Upphaf málstefnufræða má rekja til loka seinni heimstyrjaldarinnar þegar
málvísindamenn reyndu að finna lausn á tungumálavanda nýrra sjálfstæðra
ríkja og töluðu um málstýringu (e. language planning) í þessu samhengi.11
Málstýringin myndi leiða af sér málstefnu (e. language policy) í merkingunni
opinber yfirlýsing eða reglusafn um málnotkun og form málsins innan ríkis
eða þjóðar.12 Þá er hugtakið málstefna einnig notað í víðari merkingu um
málstefnu tiltekins málsamfélags.13 Hugtökin málstýring og málstefna eru þó
stundum notuð sem samheiti í hinni víðari merkingu en oftar vísar málstefna
í þrengri merkingu til þeirra markmiða sem sett eru með málstýringu.14
Bernard Spolsky15 notar hugtakið málstefna (þ.e. language policy) sem
yfirheiti fræðasviðsins og segir hana byggða upp af þremur sjálfstæðum en
tengdum þáttum. Fyrsti þátturinn er hin eiginlega málnotkun í samfélaginu,
til dæmis hvaða reglur gilda í samskiptum, hvaða tilbrigði eru notuð og í
hvaða tilviki. Þetta er málstefna samfélagsins, sú sem málnotendur fylgja.
Annar þátturinn er samofinn þeim fyrsta. Hann varðar viðhorf og gildismat
sem þeir sem tilheyra málsamfélaginu leggja í hvert afbrigði eða tilbrigði í
þau börn sem heyra en eiga döff forráðamenn eða systkini og alast því upp í döff
menningu og með ÍTM sem sitt fyrsta mál/móðurmál eða annað mál.
11 Bernard Spolsky, „What is language policy?“, The Cambridge Handbook of Language
Policy, ritstjóri Bernard Spolsky, Cambridge: Cambridge University Press, 2012, bls.
3–15, hér bls. 3.
12 Sama rit, sami staður.
13 Ari Páll Kristinsson, „Málræktarfræði“, Íslenskt mál og almenn málfræði 29/2007, bls.
99–124, hér bls. 99–100.
14 Robert L. Cooper, Language Planning and Social Change, Cambridge: Cam-
bridge University Press, 1989, bls. 29, sjá nánar um ólík hugtök þar, https://doi.
org/10.1017/CBO9780511620812.
15 Bernard Spolsky, „What is language policy?“, bls. 5; Bernard Spolsky, Language Pol-
icy, Cambridge: Cambridge University Press, 2004, bls. 9.