Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 90
UM MÁLSTEFnU ÍSLEnSKS TÁKnMÁLS
89
árið 1994 og 1999 var ÍTM fyrst að finna í Aðalnámskrá grunnskóla.67 Árið
2002 var Vesturhlíðaskóla, skóla fyrir heyrnarlaus börn, lokað og táknmáls-
svið stofnað innan Hlíðaskóla.68 Tæpum áratug síðar voru Lög um stöðu
íslenskrar tungu og íslensks táknmáls samþykkt á Alþingi þann 7. júní árið
201169 og var þeim tímamótum sannarlega fagnað af málsamfélagi ÍTM. Í
fyrsta sinn fékkst viðurkenning á því að ÍTM væri móðurmál og að stjórn-
völdum bæri skylda til að hlúa að því og styðja.70 Lögin voru stórt skref í átt
til jafnræðis enda hafði ÍTM ekki staðið jafnfætis íslensku fram til þess tíma.
En lögunum fylgdi hvorki fjármagn né aðgerðaáætlun. Lagasetningunni var
heldur ekki fylgt eftir með frumvarpi til laga um breytingar á öðrum lögum
(bandorm), sem Lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls kölluðu
sannarlega á. Lögin höfðu því ekki þau áhrif sem væntingar stóðu til. Þrátt
fyrir lagasetninguna er ÍTM ekki sýnilegt í samfélaginu og eru ýmsar hindr-
anir sem mæta táknmálsfólki vegna jaðarsetningar og skorts á fjármagni sér-
staklega ætluðu ÍTM.71
Ákveðin þversögn felst í þeirri stöðu sem víða er staðreynd að tækifærum
fjölgi sífellt fyrir þá sem vilja læra táknmál sem annað mál en táknmáls-
börn eða þeir sem hafa táknmál sem fyrsta mál hafa fá tækifæri til þess að
nema það. ólík viðhorf ríkja til máltöku og -náms þessara hópa, í norður-
Ameríku og í Evrópu hefur aðgengi heyrandi fólks að táknmálsnámi aukist
á meðan heyrnarskert börn læra ekki táknmál eða að minnsta kosti í mun
minni mæli. Stundum er það vegna þess að forráðamönnum þeirra er ráð-
ember 1990, sótt 9. nóvember 2022 af https://www.althingi.is/lagas/152c/1990129.
html.
67 „Aðalnámskrá grunnskóla. Íslenska“, Menntamálaráðuneytið, 1999, sótt 18. nóvem-
ber af https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/ri-
togskyrslur/AGislenska.pdf.
68 Valgerður Stefánsdóttir, Ari Páll Kristinsson, Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, Hjördís
Anna Haraldsdóttir og Rannveig Sverrisdóttir, „Skýrsla Málnefndar um íslenskt
táknmál um stöðu þess 7. júní 2015“, sótt 9. nóvember 2022 af https://www.stjorn-
arradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/ritogskyrslur/skyrsl_malnef_
isl_taknm_2015.pdf.
69 Lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011.
70 Sama heimild, 3. gr.
71 Valgerður Stefánsdóttir, Ari Páll Kristinsson og Júlía G. Hreinsdóttir, „The Legal
Recognition of Icelandic Sign Language. Meeting Deaf People’s Expectations?“;
Júlía Guðný Hreinsdóttir, „Baráttusaga íslenska táknmálsins. Ástæður og áhrif la-
galegrar viðurkenningar“, lokaverkefni til M.Ed.-prófs, Deild kennslu- og menn-
tunarfræði, Háskóli Íslands, 2022, sótt 16. nóvember 2022 af https://skemman.is/
handle/1946/42407.