Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 63
JóHannES GÍSLI JónSSOn
62
er mjög sjaldgæft að tíð sé táknuð í sagnbeygingu í táknmálum en þess í
stað eru notuð tímaatviksorð til að gefa tíma til kynna.48 Í táknmálum eru
vissulega beygingar, eins og til dæmis horf sagna eða áttbeyging, en þær
eru yfirleitt tjáðar með sammyndun morfema fremur en raðmyndun eins
og nánar verður rætt í kaflanum um áttbeygðar sagnir. Hins vegar er mjög
lítið um viðskeyti og forskeyti í táknmálum og þau sem finnast eru notuð í
orðmyndun.49 Raðmyndun er þó sannarlega til eins og áður hefur komið
fram og reyndar er samsetning tveggja eða fleiri orða algengasta aðferðin í
táknmyndun, sbr. hús + félag.
ólíkt táknmálum eru raddmál heims mjög fjölbreytileg hvað varðar orð-
hlutafræði og þetta kemur skýrt fram í hinni hefðbundnu skiptingu radd-
mála í fjórar málgerðir sem sjá má í (4):50
(4a) Rótamál (e. isolating languages): Tungumál sem hafa fá beyging-
araðskeyti (sbr. kínverska).
(4b) Einingamál (e. agglutinative languages): Tungumál þar sem hver
beygingarþáttur er táknaður með einu eða í mesta lagi tveimur að-
skeytum (sbr. tyrkneska).
(4c) Samrunamál (e. fusional languages): Tungumál þar sem margir
beygingarþættir eru táknaðir með sama aðskeytinu (sbr. latína).
(4d) Innlimunarmál (e. incorporating/polysynthetic languages): Tungumál
þar sem mjög mikið er af bundnum morfemum (sbr. grænlenska).
af þessum flokkum líkjast táknmál ef til vill mest rótamálum, það er tungu-
málum eins og kínversku þar sem flest orð innihalda aðeins eina eða tvær
rætur, beygingar eru fáar og bundin morfem eins og forskeyti og viðskeyti
eru sjaldgæf.51 Táknmál eru hins vegar mjög ólík tungumálum sem hafa
139–140.
48 Roland Pfau, Markus Steinbach og Bencie Woll, „Tense, aspect, and Modality“,
Sign Language. An International Handbook, ritstjórar Roland Pfau, Markus Steinbach
og Bencie Woll, Berlin: De Gruyter Mouton, 2012, bls. 186–204, hér bls. 187–191.
Ítalska táknmálið (LIS) er þó undantekning frá þessu; sjá Sandro Zucchi, „along the
Time Line. Tense and Time adverbs in Italian Sign Language“, Natural Language
Semantics 17, 2009, bls. 99–139.
49 Mark aronoff, Irit Meir og Wendy Sandler, „The Paradox of Sign Language Morp-
hology“, Language 81: 2/2005, bls. 301–344.
50 Bernard Comrie, Language Universals and Linguistic Typology. Syntax and Morphology,
Chicago: University of Chicago Press, 1981.
51 Wei-Wen Roger Liao, „Morphology“, The Handbook of Chinese Linguistics, ritstjórar