Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 144
„ÉG HeYRI ÞAð Sem ÞÚ SeGIR“
143
Les formes élémentaires de la vie religieuse (e. The Elemantary Forms of Religious
Life) að trúarskoðunum sé alltaf deilt innan ákveðins hóps sem láti þær í ljós
og iðki þær með samsvarandi helgisiðum.48 Slíkar skoðanir séu ekki aðeins
samþykktar af öllum meðlimum hópsins heldur tilheyri hópnum og geri
hann að einingu. einstaklingarnir sem mynda hópinn upplifi sameiningar-
tilfinningu vegna sinnar sameiginlegu trúar.
Durkheim lýsir því hvernig stigveldi tilheyri samfélaginu, þar sé að finna
einstaklinga sem séu æðri hinum, aðra sem séu undir og líka jafningja. Þessi
goggunarröð tilheyri trúarlegri hugsun. Hún gefi til kynna að þeir sem
séu flokkaðir innan sama ættflokks (e. clan) eða innan sömu fjölskyldu (e.
phratry) tengist og bindist böndum og eigi sér sameiginlegt tótem sem þjóni
hópnum. Þeir tilheyri ákveðnum hópi og greini einstaklingana umhverfis sig
annað hvort sem skyldmenni eða skjólstæðinga. Þeir bindist vináttuböndum
og finnist eins og þeir tilheyri sama líkama.49
Tótem tekur jafnan á sig áþreifanlega mynd og þetta skýra form (sem
getur til dæmis verið partur af dýrum eða plöntum) gegnsýrir öll svið sam-
félagsins og hefur merkingu innan hins sameiginlega ímyndunarafls hópsins.
eina raunverulega viðfang trúarsamfélags (e. cult) er orka. Við vitum núna
hvað frumbygginn meinar þegar hann segir að meðlimir „Kráku ættarinnar“
(e. Crow phratry) séu krákur. Það sem hann á við er að allir heyri þeir undir
sama lögmál. Þetta lögmál skilgreinir þá í öllum grundvallaratriðum, því
sem hópurinn deilir með dýrunum sem bera sama nafn. ólíkir kraftarnir
sem trúarreglurnar skilgreina gegnsýra (e. pervade) lífið innan hópsins og
standa fyrir kjarnann og lífslögmálið.50 Í ákveðnum tilfellum breytist hópur
forfeðra eða stakur forfaðir í tótem og þá er tótemið ekki lengur raunveru-
legur hlutur, áþreifanleg lífvera, náttúrufyrirbæri eða líkamshluti, heldur
stendur fyrir guðlega veru. Bandaríkjamenn hugsa gjarnan um landsfeðurna
í þessu samhengi, mennina sem tóku þátt í sjálfstæðisbaráttunni og settu
staklingar sem höfðu lækningamátt eða visku. Weber tengir náðarvaldið „hetjuskap“
hvort sem um meinlætamenn sé að ræða, einstaklinga sem tilheyra hernum, réttar-
kerfinu eða sviði hins yfirnáttúrulega. Weber fékk hugtakið að láni frá fornkristni
sem merkti þá náðargjöf frá Guði. Um sé að ræða leiðtogahæfileika sem Guð gefur
ákveðnum persónum. Sjá max Weber, „The Nature of Charismatic Authority and
its Routinization“, The Celebrity Culture Reader, ritstjóri P. David marshall, New
York/London: Routledge, 2006, bls. 55–71, hér bls. 61–62.
48 Émile Durkheim, The Elementary Forms of Religious Life [1912], þýðandi Karen e.
Fields, New York/London: The Free Press, 1995, bls. 41.
49 Sama heimild, bls. 149–150.
50 Sama heimild, bls. 191–192.