Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 57
JóHannES GÍSLI JónSSOn
56
hvert stig. Eitt þessara stiga er hjalstigið en það kemur áður en börn fara að
mynda heil orð og einkennist af því hjá heyrandi börnum að þau endurtaka
valin hljóð í móðurmáli sínu. Heyrnarlaus börn fara einnig í gegnum þetta
stig en hjá þeim einkennist það af því að þau endurtaka ýmsar hreyfingar
með höndunum. Þetta hefur því verið nefnt handhjal (e. manual babbling).28
auk þess er sérstakt næmisskeið í máltöku táknmála ekkert síður en radd-
mála.29 Þetta tímabil nær frá um það bil 2 ára aldri og fram að kynþroska
en þá eiga börn sérstaklega auðvelt með að læra tungumál. Þetta tímabil
gegnir því lykilhlutverki í máltökunni. Því miður er þó algengt að heyrnar-
laus börn byrji ekki að læra táknmál fyrr en nokkuð er liðið á næmisskeiðið.30
Helsta ástæðan er sú að þau eiga langoftast heyrandi foreldra sem kunna
ekki táknmál og börnin fá því ekki nauðsynlegt táknmálsílag fyrstu árin en
aðrir þættir skipta líka máli.31
Börn gera ýmsar villur á máltökuskeiðinu áður en þau ná fullu valdi á
móðurmáli sínu og þær felast meðal annars í því að ýmis regluleg eða algeng
mynstur eru alhæfð á kostnað mynstra sem eru óregluleg eða sjaldgæf í mál-
umhverfi barnanna. Þekkt dæmi um þetta úr íslensku eru þátíðarmyndir eins
og kaupti eða hlaupaði í staðinn fyrir óreglulegu en jafnframt hefðbundnu
myndirnar keypti og hljóp. Dæmi af þessu tagi sýna að börn búa sér til sínar
eigin reglur en herma ekki bara eftir því sem þau heyra í máli fullorðinna.
Þetta má líka sjá í táknmálum, til dæmis þegar börn læra hv-spurningar í
aSL og fara í gegnum nokkur stig áður en þau ná tökum á myndun spurnar-
táknanna og látbrigðunum sem fylgja hv-spurningum.32 Þá hafa rannsóknir
leitt í ljós mikil líkindi milli heyrandi og heyrnarlausra barna í máltöku for-
28 Laura ann Petitto og Paula F. Marentette, „Babbling in the Manual Mode. Evi-
dence for the Ontogeny of Language“, Science 251, 1991, bls. 1493–1496.
29 Elissa newport, „Maturational Constraints on Language Learning“, Cognitive
Science 14, 1990, bls. 11–28. næmisskeiðið sýnir vel hinar líffræðilegu forsendur
tungumálsins en þær koma líka skýrt fram í málstoli sem birtist með mjög líkum
hætti í táknmálum og raddmálum; sjá Howard Poizner, Edward S. Klima og Ursula
Bellugi, What the Hands Reveal about the Brain. Cambridge, Ma: The MIT Press,
1987.
30 Rachel I. Mayberry, „When Timing is Everything. age of First-Language acquisi-
tion Effects on Second-Language Learning“, Applied Psycholinguistics 28: 3/2007,
bls. 537–549.
31 Sama rit, bls. 538–539.
32 Judy Reilly, „How Faces Come to Serve Grammar. Development of nonmanual
Morphology in american Sign Language“, ritstjórar Brenda Schick, Marc Marsch-
ark og Patricia Elizabeth Spencer, Advances in Sign Language Development by Deaf
Children, new York: Oxford University Press, 2006, bls. 262–290.