Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 160
„ÉG HeYRI ÞAð Sem ÞÚ SeGIR“
159
önnur viðurkenning frá Svarthöfða sama ár er „Stóllinn Snorri“ en hann á
„hljóð ársins“. Þar hæðist Svarthöfði að skýringu Sigmundar Davíðs í sím-
talinu til Freyju á því að selahljóðið hafi verið ískur í stól sem dreginn var
eftir gólfinu með því að vísa í barnasöguna landsþekktu um selinn Snorra:
„Fólk hefur haft á orði að þegar stóllinn Snorri sé dreginn eftir gólfinu heyr-
ist skerandi selahljóð, sem sumir vilja meina að líkist einnig hjóli sem brems-
að er fyrir utan glugga. ef verulega illa liggur á honum, þá á stóllinn Snorri
til að uppnefna fólk og tekur þá alla minnihlutahópa fyrir.“87 Í þessari sömu
umfjöllun Svarthöfða er Sigmundur Davíð jafnframt valinn „herramaður
ársins“ í háðungarskyni vegna þess að hann hringdi í Freyju og bað hana
afsökunar vegna Klaustursmálsins. Freyja hafi hins vegar ekki tekið „herra-
mannslega afsökunarbeiðni Sigmunds“ gilda.88 Orðavalið herramannslegur
vísar mögulega í þau orð Freyju að „sumum körlum“ sé líklega í nöp við
femínískar skoðanir hennar en kynjaklofningurinn sem aðgreiningin birtir
væri þá dæmi um þá samlíðunargjá sem Hochschild gerir að umræðuefni. Í
fljótu bragði virðist hún sjálfgefin en verður flóknari þegar haft er í huga að
það var Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Jafnréttissjóðs, sem uppnefndi
Freyju.
Forvitnilegast er þó hugsanlega hvernig blaðamaður DV staðsetur sig
annars vegar gagnvart Sunnu elviru og svo hins vegar gagnvart Freyju.
Freyja tilheyrir minnihlutahópnum sem þingmennirnir smánuðu og fær
samúð eða samlíðan blaðamannsins. Sunna elvira tilheyrir aftur á móti ann-
ars konar heimi og gefið er til kynna að fyrrverandi maður hennar hafi átt
þátt í slysinu sem hún varð fyrir en Sunna hefur sjálf sagt í viðtölum að
hún muni ekki aðdraganda slyssins.89 Þetta er ekki spurning um að Sunnu
elviru sé ekki sýnd nein samúð heldur að hún er hér fórnarlamb grófrar
meinfýsni, háðs og smánunar, að því er virðist fyrst og fremst vegna tengsla
sinna við fyrrverandi eiginmann sinn. Hugsanlega er þó skýringanna eins
og áður sagði einnig að leita í atvinnu Sunnu, fjárhagsstöðu og siðferðis-
spurningunum sem spruttu í tengslum við fjársöfnunina vegna komu hennar
með sjúkraflugi heim til Íslands.
margir myndu líklega hallast að því að vandamálið í dæminu um Sunnu
elviru sé einmitt skortur á samlíðan. Og að einhverju leyti er það rétt. en
hér má þó einnig sjá flókna samlíðan í verki sem býr í samstillingunni eða
einingunni innan hópsins sem líklega blöskrar framkoma fyrrverandi eigin-
87 „Svarthöfði verðlaunar þá sem stóðu sig best á árinu. Stóllinn Snorri“.
88 „Svarthöfði verðlaunar þá sem stóðu sig best á árinu. Herramaður ársins“.
89 marta maría Winkel, „Sagan hennar Sunnu elviru“, Smartland Mörtu Maríu.