Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 73
JóHannES GÍSLI JónSSOn
72
vegar 2. persóna eintala og frumlagið 1. persóna eintala (‘Þú hjálpar mér’)
byrjar myndun táknsins í hólfi viðmælandans og endar í hólfi mælandans
sem er við líkama táknarans. Í þessum dæmum er samræmið táknað með
hreyfingu þar sem sögnin færist frá frumlagi til andlags. Samræmi er líka
hægt að sýna með afstöðu fingurgómanna (frá frumlagi til andlags) eða bæði
hreyfingu og afstöðu, allt eftir því hver áttbeygða sögnin er. Til dæmis er
fyrrnefnda aðferðin notuð með áttbeygðu sögninni kenna en sú síðarnefnda
með heimsækja.
áttbeygðar sagnir í táknmálum hafa ýmis einkenni sem stinga í stúf við
samræmisbeygingu sagna í raddmálum. Þannig sýna áttbeygðar sagnir per-
sónusamræmi við frumlag og andlag en tölusamræmi er aðeins við andlag
og stundum líka persónusamræmi. Þar að auki eru það einungis áhrifssagnir
sem áttbeygjast, bæði sagnir með einu og tveimur andlögum, en í seinna
tilvikinu samræmist sögnin aðeins óbeina andlaginu. Í raddmálum er sam-
ræmisbeyging ekki bundin við tiltekinn flokk sagna og þar að auki er sam-
ræmi við andlag háð því að samræmi við frumlag sé einnig mögulegt í við-
komandi tungumáli.81
Í dæmunum hér að framan um sögnina hjálpa felur áttbeygingin í sér
styttingu miðað við það að tjá persónufornöfnin sem sjálfstæð tákn, það er
ég hjálpa þú (‘Ég hjálpa þér’) eða þú hjálpa ég (‘Þú hjálpar mér’). Þessi
stytting er möguleg vegna þess að táknrýmið er notað til að sýna hreyfing-
una frá frumlagi til andlags sem tjáir áttbeyginguna en raddmál hafa ekkert
sem samsvarar táknrýminu. Miðlunarháttur raddmála býður því einfaldlega
ekki upp á sagnflokk sem samsvarar áttbeygðum sögnum í táknmálum.
Svo vikið sé að einstökum atriðum má nefna að sumar áttbeygðar sagnir
sambeygjast aðeins andlaginu. Í ÍTM er ein slík sögn, láta-vita (https://
is.signwiki.org/index.php/Láta_vita), en önnur táknmál hafa fleiri sagnir af
þessu tagi.82 Þessar sagnir eiga það sameiginlegt að þær eru allar myndaðar
á eða við líkama táknara, oftast andlit. Þannig er sögnin láta-vita mynduð
á enni táknara og þaðan er hún færð út í táknrýmið þannig að fingurgómar
snúi að andlagi í 2./3. persónu. Ef andlag er hins vegar í 1. persónu eintölu
snerta fingurgómar öxl óvirku handar táknarans.83 Upphafsmyndunarstaður
sagnarinnar láta-vita gerir það að verkum að ekki er hægt að sýna samræmi
við frumlag því hreyfingin sem tjáir áttbeyginguna (ásamt afstöðu lófanna)
81 Sjá til dæmis Mark C. Baker, „On agreement and its Relationship to Case. Some
Generative Ideas and Results“, Lingua 130, 2013, bls. 14–32.
82 Kristín Lena Þorvaldsdóttir, „Sagnir í íslenska táknmálinu“, bls. 40.
83 Sama rit, bls. 104.