Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 83
RAnnVEIG SVERRISDóTTIR OG KRISTÍn LEnA ÞORVALDSDóTTIR
82
tungumála.
Málstýringu er hægt að skipta í undirtegundir. Lengi vel var fyrst og
fremst litið til formstýringar (e. corpus planning) og stöðustýringar (e. status
planning) en í því felst sýnileg viðleitni til að hafa áhrif á form málsins annars
vegar og hins vegar á stöðu þess gagnvart öðrum málum.28 Þó hafa komið
fram frekari greiningar á undirtegundum eins og málanámsstýring29 (e. ac-
quisition planning) hjá Cooper30 og hjá Timothy Reagan sem greinir mál-
stýringu í fernt; stöðustýringu, formstýringu, málanámsstýringu og við-
horfastýringu (e. attitude planning). Þótt málstýring sé greind í nokkrar
tegundir er engin þeirra óháð hinum.31
Málanámsstýring á sér stað þegar einblínt er á útbreiðslu tungumálsins
og á fjölda þeirra sem nota tungumálið, einkum með það að leiðarljósi að
fjölga málnotendum.32 Þessi tegund málstýringar er betur þekkt sem
málmenntunarstefna (e. language education policy) eða leið til að móta
slíka stefnu, enda er skólinn einn mikilvægasti vettvangur málstefnu.33
Hér þarf að líta til fjölda þátta sem allir tengjast skólakerfinu sérstak-
lega. Hafa þarf í huga að börn sem hefja grunnskólagöngu hafa sjaldn-
ast full tök á því máli sem skólakerfið vill að þau læri eða noti. Hér þarf
meðal annars að svara því á hvaða máli námsefni skal miðlað sem og
hvaða tungumál nemendur eiga að læra og hvenær.34
Sú viðleitni að breyta viðhorfi fólks eða hópa til ákveðins tungumáls,
eða til eintyngis, tvítyngis eða fjöltyngis, er það sem Reagan kallar við-
horfastýringu. Viðhorfastýring skiptir veigamiklu máli í málstýringu og
þróun og innleiðingu málstefna og er rétt að greina hana frá stöðustýr-
ingu þar sem hún gengur lengra en hefðbundin stöðustýring.35 Við-
28 Ari Páll Kristinsson, „Málræktarfræði“, bls. 107.
29 Sama rit, sami staður. Hugtakið acquistion planning hefur líka verið þýtt sem mál-
tökustýring. Sjá Kristín Lena Þorvaldsdóttir, „Málstýring íslenska táknmálsins. Um
hlutverk Málnefndar um íslenskt táknmál og málsamfélags ÍTM“, SignWiki, 2014,
sótt 18. október 2022 af http://signwiki.is/index.php/Málstýring_íslenska_tákn-
málsins._Um_hlutverk_Málnefndar_um_íslenskt_táknmál_og_málsamfélags_ÍTM.
30 Robert L. Cooper, Language Planning and Social Change, bls. 33.
31 Timothy Reagan, Language Policy and Planning for Sign Languages, bls. 49. Sjá einnig
Kristín Lena Þorvaldsdóttir, „Málstýring íslenska táknmálsins“.
32 Robert L. Cooper, Language Planning and Social Change, bls. 33; Timothy Reagan,
Language Policy and Planning for Sign Languages, bls. 51–53.
33 Bernard Spolsky, Language Policy, bls. 46.
34 Sama rit, bls. 46–48; Timothy Reagan, Language Policy and Planning for Sign Lan-
guages, bls. 53.
35 Timothy Reagan, Language Policy and Planning for Sign Languages, bls. 50.