Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 82

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 82
UM MÁLSTEFnU ÍSLEnSKS TÁKnMÁLS 81 í samfélagi, sem opinbert mál til dæmis eins og gildir um íslenska tungu.22 Mikilvægt er líka að gera sér grein fyrir því að málstefna er ýmist sýnileg, eins og til dæmis í leiðbeiningum og námskrám, eða dulin eins og áður var nefnt. Þegar málstefnan er sýnileg eru það yfirleitt opinberir aðilar sem reyna með meðvituðum hætti að hafa áhrif á stöðu og form málsins en í þeim tilvikum sem hún er dulin er erfitt að benda á hver það er sem reynir að hafa áhrif á form málsins eða mælir fyrir um stöðu þess. Viðhorf til máls og málnotkunar eru meira og minna dulin en hafa samt sem áður áhrif og því þarf að telja þau hluta málstefnunnar. Hugtakið málstýring kemur til skjalanna þegar rætt er um aðgerðir og ákvarðanir og þær greindar frá notkun og þróun máls og viðhorfum sem búa þar að baki. Málstýring er sá hluti málstefnu í víðari merkingu sem felst í sýnilegri viðleitni til að hafa áhrif á stöðu og form máls, til dæmis með gerð málstefnu í þrengri merkingu þess orðs.23 Meirihluti tungumála heimsins er ekki eða hefur ekki verið staðlaður.24 Allar tilraunir til að staðla mál, þar á meðal útgáfa réttritunarreglna og til- raunir til að búa til ný fræðiheiti þar sem þess er þörf, eru dæmi um mál- stýringu. Einnig tilraunir stofnana og stjórnvalda til að ákveða hvaða tungu- mál (eitt eða fleiri) megi nota á ákveðnum sviðum (umdæmum), til dæmis í skólum, réttarkerfi og lögum, öðrum stjórnsýslusviðum, í viðskiptum og svo framvegis. Með öðrum orðum viðleitni til að innleiða ákveðna(r) mál- stefnu(r). Þetta gerist á einhvern hátt í nánast öllum samfélögum heims í dag. Málstefna er meðvituð tilraun til að koma á eða stýra ákveðinni málhegðun í ákveðnum aðstæðum, þannig stefnur fela meðal annars í sér ákvarðanir um þróun og hlutverk máls, málnotkun, málréttindi og málmenntun.25 Sam- kvæmt Robert Cooper vísar málstýring til meðvitaðra tilrauna til að hafa áhrif á hegðun annarra með tilliti til máltöku, formgerðar eða hvaða hlut- verki staða málsins gegnir.26 Eða eins og segir hjá Carol Eastmann27 er mál- stýring það að stjórna (e. manipulate) tungumáli sem félagslegri auðlind til að ná ákveðnum markmiðum sem sett eru fram af því sem oftast eru opinber yfirvöld (e. planning agencies) á sviði stjórnsýslu, menntunar, efnahags eða 22 Sbr. Lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. 23 Ari Páll Kristinsson, „Málræktarfræði“, bls. 103–105. 24 Timothy Reagan, Language Policy and Planning for Sign Languages, Washington, DC: Gallaudet University Press, 2010, bls. 35. 25 Sama rit, sami staður. 26 Robert L. Cooper, Language Planning and Social Change, bls. 45. 27 Carol M. Eastman, Language Planning. An Introduction, San Francisco, CA: Chan- dler & Sharp, 1983, bls. 29.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.