Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 82
UM MÁLSTEFnU ÍSLEnSKS TÁKnMÁLS
81
í samfélagi, sem opinbert mál til dæmis eins og gildir um íslenska tungu.22
Mikilvægt er líka að gera sér grein fyrir því að málstefna er ýmist sýnileg, eins
og til dæmis í leiðbeiningum og námskrám, eða dulin eins og áður var nefnt.
Þegar málstefnan er sýnileg eru það yfirleitt opinberir aðilar sem reyna með
meðvituðum hætti að hafa áhrif á stöðu og form málsins en í þeim tilvikum
sem hún er dulin er erfitt að benda á hver það er sem reynir að hafa áhrif á
form málsins eða mælir fyrir um stöðu þess. Viðhorf til máls og málnotkunar
eru meira og minna dulin en hafa samt sem áður áhrif og því þarf að telja
þau hluta málstefnunnar. Hugtakið málstýring kemur til skjalanna þegar rætt
er um aðgerðir og ákvarðanir og þær greindar frá notkun og þróun máls
og viðhorfum sem búa þar að baki. Málstýring er sá hluti málstefnu í víðari
merkingu sem felst í sýnilegri viðleitni til að hafa áhrif á stöðu og form máls,
til dæmis með gerð málstefnu í þrengri merkingu þess orðs.23
Meirihluti tungumála heimsins er ekki eða hefur ekki verið staðlaður.24
Allar tilraunir til að staðla mál, þar á meðal útgáfa réttritunarreglna og til-
raunir til að búa til ný fræðiheiti þar sem þess er þörf, eru dæmi um mál-
stýringu. Einnig tilraunir stofnana og stjórnvalda til að ákveða hvaða tungu-
mál (eitt eða fleiri) megi nota á ákveðnum sviðum (umdæmum), til dæmis
í skólum, réttarkerfi og lögum, öðrum stjórnsýslusviðum, í viðskiptum og
svo framvegis. Með öðrum orðum viðleitni til að innleiða ákveðna(r) mál-
stefnu(r). Þetta gerist á einhvern hátt í nánast öllum samfélögum heims í dag.
Málstefna er meðvituð tilraun til að koma á eða stýra ákveðinni málhegðun
í ákveðnum aðstæðum, þannig stefnur fela meðal annars í sér ákvarðanir um
þróun og hlutverk máls, málnotkun, málréttindi og málmenntun.25 Sam-
kvæmt Robert Cooper vísar málstýring til meðvitaðra tilrauna til að hafa
áhrif á hegðun annarra með tilliti til máltöku, formgerðar eða hvaða hlut-
verki staða málsins gegnir.26 Eða eins og segir hjá Carol Eastmann27 er mál-
stýring það að stjórna (e. manipulate) tungumáli sem félagslegri auðlind til
að ná ákveðnum markmiðum sem sett eru fram af því sem oftast eru opinber
yfirvöld (e. planning agencies) á sviði stjórnsýslu, menntunar, efnahags eða
22 Sbr. Lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011.
23 Ari Páll Kristinsson, „Málræktarfræði“, bls. 103–105.
24 Timothy Reagan, Language Policy and Planning for Sign Languages, Washington,
DC: Gallaudet University Press, 2010, bls. 35.
25 Sama rit, sami staður.
26 Robert L. Cooper, Language Planning and Social Change, bls. 45.
27 Carol M. Eastman, Language Planning. An Introduction, San Francisco, CA: Chan-
dler & Sharp, 1983, bls. 29.