Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 164
„ÉG HeYRI ÞAð Sem ÞÚ SeGIR“
163
tullian einmitt slíkur staður þórðargleði, þar sem menn horfa á óvini sína
brenna og gleðjast yfir réttlátum örlögum þeirra.
Hér er einnig mikilvægt að hafa í huga að við höfum ríka tilhneigingu
til þess að hugsa út frá þeim hópum sem við teljum okkur tilheyra, hvort
sem það er út frá vinstri/hægri pólitík, út frá hópnum eða klíkunni sem við
erum hluti af eða minni einingum eins og fjölskyldunni. Samfélagsmiðl-
arnir ýta svo undir tilfinninguna fyrir því að tilheyra ákveðnum hópi eins og
greining á svokölluðum bergmálshellum (e. echo chamber) hefur sýnt fram á.
Hugtakinu er ætlað að fanga félagslega umhverfið á netinu þar sem ýtt er
undir fyrirframgefnar skoðanir sem eru síðan staðfestar og treystar vegna
þess að einstaklingurinn er aðeins í sambandi við þá sem hugsa líkt og hann
sjálfur. Walter Quattrociocchi og félagar gerðu eigindlegar rannsóknir á því
hvernig upplýsingar dreifast á netinu og niðurstöðurnar voru á þá leið að á
Facebook og Twitter var mun líklega að upplýsingar næðu til notenda með
svipaðar tilhneigingar og að þeir breiddu þær þá að sama skapi út. Quattro-
ciocchi sem leiddi rannsóknina segir að skilningur þeirra sé sá að svæði sem
notar algrím eða algóritma hafi mjög mikil áhrif á pólun og aðskilnað. Í
raunverulegu lífi höfum við tilhneigingu til þess að safna í kringum okkur
fólki sem deilir gildismati okkar og áhuga, en algrím gerir það að verkum að
slíkar tilhneigingar magnast upp á máta sem ekki hefur sést áður.102
Staðfestingarvillan (e. confirmation bias) sem rís af þeirri þörf að sækja í
upplýsingar sem styðja við hugmyndir okkar og hugmyndaheim í stað þess
að hlusta á andstæð sjónarmið er sérstaklega hættuleg og ýtir undir ofstæki
og samfélagslegan og pólitískan klofning. Á samfélagsmiðlum er talið að
bergmálshellarnir takmarki aðgang að ólíkum viðhorfum og styrki fyrir-
frammótaðar sögur og hugmyndafræði.103 Allt ýtir þetta svo undir aðskiln-
aðartilfinninguna, þörfina fyrir að stilla veruleika okkar upp á þann hátt að
það séu við andspænis þeim og samlíðan okkar er jafnan mest með þeim sem
standa okkur næst.
Olga m. Klimecki, „empathy and Compassion“, Current Biology 24: 18/2014, bls.
1–4.
102 matteo Cinelli, Gianmarco De Francisci morales, Alessandro Galeazzi, Walter
Quattrochiocchi, michele Starnini, „The echo chamber effect on social media“,
PNAS 118: 9/2021, e2023301118.
103 Sjá Pablo Barberá, John T. Jost, Jonathan Nagler, Joshua A. Tucker og Rich-
ard Bonneau, „Tweeting From Left to Right. It Online Political Communication
more than an echo Chamber?“, Psychological Science, 21. ágúst, 2015, bls. 1–12,
doi:10.1177/0956797615594620, hér bls. 2 og 9–10, sótt 21. júlí 2022 af https://cite-
seerx.ist.psu.edu/viewdoc/download?doi=10.1.1.715.7520&rep=rep1&type=pdf/.