Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 109
RAnnVEIG SVERRISDóTTIR OG KRISTÍn LEnA ÞORVALDSDóTTIR
108
fari að lögum. Hegðun fólks og orðræða ræðst af viðhorfum þess og hug-
myndafræði um mál og mun framtíðin leiða í ljós hver hin eiginlegu viðhorf
til ÍTM eru í íslensku samfélagi og þar með hin raunverulega málstefna
samfélagsins fyrir ÍTM.
Á G R I P
Málhegðun, málviðhorf og málstýring hafa áhrif á lífvænleika tungumála. Íslenskt
táknmál (ÍTM) öðlaðist formlega viðurkenningu sem fyrsta mál á Íslandi með
Lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Þrátt fyrir það
er ÍTM í útrýmingarhættu og málumhverfi táknmálsbarna er ábótavant. Rúmum
áratug eftir lögfestinguna var Málstefna ÍTM í fyrsta skipti rituð fyrir tilstilli stjórn-
valda. Málstefnunni er ætlað að vera leiðarljós við mótun málhegðunar, málviðhorfa
og málstýringar í samfélaginu og markmið aðgerðaáætlunar sem henni fylgdi að
snúa við þeirri veiku stöðu sem ÍTM hefur í samfélaginu. Í greininni er fjallað um
Tillögu til þingsályktunar um málstefnu ÍTM og hún skoðuð í ljósi málstefnufræða.
Rætt er hvort sú málstefna sem birtist í því skjali sé í takt við málstefnu samfélagsins
og hvort hún stuðli að því að búa til það málumhverfi sem táknmálsbörn þurfa til að
þróa mál sitt og geti þar með haft áhrif á lífvænleika málsins. niðurstaða höfunda er
sú að þingsályktunartillagan ásamt aðgerðaáætlun geti unnið gegn útrýmingu ÍTM
og að bættu málumhverfi táknmálsbarna.
Lykilorð: Íslenskt táknmál (ÍTM), málstefna, málstýring, málviðhorf, mál í útrým-
ingarhættu.
A B S T R A C T
On Language Policy for Icelandic Sign Language
Language practices, language attitudes and language planning are among the fac-
tors that influence the viability of a language. Icelandic Sign Language (ÍTM) first
gained legal recognition as a first language in Iceland with the adoption of Act no.
61/2011 on the Status of the Icelandic Language and Icelandic Sign Language. De-
spite this, ÍTM is an endangered language, and the language environment for sign
language children is inadequate. Over a decade after the adoption of the Act, the
government commissioned the first language policy for ÍTM. The policy is intend-
ed to guide the development of language practices, language attitudes, and language
planning in society, and the accompanying action plan aims to improve the weak