Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 179
SIGuRðuR KRISTInSSOn
178
máli á lykilstigi málsins.48 Þetta er mjög sértæk skilgreining en um leið og
farið er að lýsa hugtakinu nánar skilja leiðir með ólíkum túlkunum. Hug-
myndin um frjálslynt lýðræði (e. liberal democracy) einkennist til dæmis af
áherslu á frelsi og formleg, neikvæð réttindi einstaklinga ásamt skiptingu
ríkisvaldsins;49 hugmyndin um þjóðræði (e. republican democracy) dregur fram
jafna stöðu borgaranna og möguleika þeirra á að taka virkan þátt í sameigin-
legri mótun almannaviljans;50 og hugmyndin um rökræðulýðræði (e. deli-
berative democracy) felur í sér að lýðræðislegar ákvarðanir byggist á frjálsri,
sanngjarnri og upplýstri þjóðfélagsumræðu.51 Til viðbótar við útlistanir á
lýðræði sem stjórnskipulagi bætast svo hugmyndir um lýðræði sem lífsmáta,
sem John Dewey tengdi grundvallarmarkmiðum menntunar.52 Margt fleira
mætti nefna sem of langt mál væri að telja hér. Í greiningunni sem hér fer
á eftir verður ekki tekin afstaða til þess hvort einn skilningur lýðræðishug-
taksins sé réttari en annar, heldur verða dregnir fram þættir háskólastarfs
sem allir ættu að hafa gildi fyrir lýðræði. Sumir þeirra hafa meira vægi frá
sjónarhóli einnar túlkunar á lýðræði en annarrar, en flestir skipta máli sama
hvaða sýn á lýðræði er valin.
Tegundir lýðræðislegs gildis háskóla
Eins og allt annað sem hefur gildi getur háskólastarf ýmist haft gildi í sjálfu
sér eða þegið það frá einhverju öðru.53 Þegar eitthvað hefur gildi í sjálfu sér
48 Tom Christiano og Bajaj Sameer, „Democracy“, The Stanford Encyclopedia of Philo-
sophy, Edward n. Zalta ritstj., vor 2022, sótt af https://plato.stanford.edu/archives/
spr2022/entries/democracy/.
49 Shane D. Courtland, Gerald Gaus og David Schmidtz, „Liberalism“, The Stanford
Encyclopedia of Philosophy, Edward n. Zalta ritstj., vor 2022, sótt af https://plato.stan-
ford.edu/archives/spr2022/entries/liberalism/.
50 Philip Pettit, On the People‘s Terms. A Republican Theory and Model of Democracy.
Cambridge: Cambridge university Press, 2012.
51 Vilhjálmur Árnason, „Valdið fært til fólksins: Veikleikar og verkefni íslensks lýð-
ræðis í aðdraganda og eftirmálum hrunsins“, Hugsmíðar, bls. 149–186, hér bls. 178;
Jürgen Habermas, „Deliberative Politics“, Democracy, ritstj. D. Estlund, Malden
MA: Blackwell, 2002, bls. 107–125; Mitja Sardoc, „Democratic Education at 30“.
52 John Dewey, Democracy and Education. An Introduction to the Philosophy of Education.
new York: Simon and Schuster, 1997 (kom fyrst út 1916).
53 Hér er stuðst við eftirtaldar greiningar á ólíkum tegundum gilda: Christine M.
Korsgaard, „Two Distinctions in Goodness“, The Philosophical Review 92: 2/1983,
bls. 169–195; Rae Langton, „Objectivity and the unconditioned Value“, The Philo-
sophical Review 116: 2/2007, bls. 157–185; Elena Ziliotti, „Democracy‘s Value: A
Conceptual Map“, Journal of Value Inquiry 54/2020, bls. 407–427.