Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 112
Ritið
3. tbl. 22. árg. 2022 (111-128)
Ritrýnd grein
© 2022 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.22.3.4
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).
Valgerður Stefánsdóttir
Döff listir
Sjónrænar sögur (e. visual vernacular) eru leikrænt og ljóðrænt listform
þar sem skapandi eðli táknmála er nýtt til hins ýtrasta. Ekki eru notuð nein
nafnorð og ekki endilega notuð önnur stöðluð tákn heldur líkami skáldsins
og sköpunarmáttur táknmálsins. Listamaðurinn notar hlutverkaskipti, svip-
brigði og látbragð til þess að sýna veruleikann og heiminn í öllum sínum
margbreytileika. Myndmál kvikmynda og málfræði táknmála eiga sér hlið-
stæður sem þarna birtast á ljóðrænan hátt. Með einni hreyfingu getur sögu-
maður horfið úr hlutverki persónu, dýrs eða hlutar og inn í annað hlut-
verk. Hann getur til dæmis verið fjall, kona eða fugl, notað vítt sjónarhorn
og í sviphendingu þysjað inn í þrönga mynd og upplifun eins og í sögunni
Eyjafjallaástin eftir Eyrúnu Ólafsdóttur eða skipt úr hlutverki manns í leit
að bráð, í ýmis dýr eins og kött, fugl eða hreindýr líkt og gerist í sögunni
Hungurverkir eftir Stefán Henriksen.
Hér verða birtar þrjár sjónrænar sögur sem urðu til á vinnustofu VV-
verkefnisins undir stjórn Elsu Guðbjargar Björnsdóttur.1 Sagan Í spreng eftir
Önnu Jónu Lárusdóttur sem fjallar um hættulegt ævintýri á heimleið eftir
skemmtun og Sunna Davíðsdóttir flytur og fyrrnefndar sögur Hungurverkir
eftir Stefán Henriksen og Eyjafjallaástin eftir Eyrúnu Ólafsdóttur.2
1 VV-verkefnið er samstarfsverkefni ÓS Pressunnar, Borgarbókasafnsins og Bók-
menntaborgarinnar og er styrkt af Bókasafnssjóði. Heimasíða verkefnisins er https://
borgarbokasafn.is/vv-sogur.
2 Ritstjórar vilja þakka höfundum og flytjendum þessara VV-sagna kærlega fyrir að
deila þeim með okkur og leyfa birtingu á þeim í Ritinu. Einnig þökkum við Elsu G.
Björnsdóttur og Önnu Valdísi Kro sem stýrðu þessum vinnustofum kærlega fyrir
alla hjálpina við að fá þessar sögur og leyfi fyrir notkun þeirra.