Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 49
JóHannES GÍSLI JónSSOn
48
atriði sem skilja á milli táknmála og raddmála og tengjast ólíkum miðlunar-
hætti málanna. Táknmálsdæmin í þessari grein eru úr ýmsum áttum en flest
eru þó úr ÍTM og er þar meðal annars stuðst við vefsíðuna is.signwiki.org
en þar má finna upplýsingar um öll þau tákn úr ÍTM sem hér er fjallað um.
Rannsóknarsagan
Rannsóknir á málfræði táknmála hófust ekki fyrr en á sjöunda áratug síðustu
aldar en fram að þeim tíma var það ríkjandi skoðun meðal málfræðinga að
táknmál væru ekki náttúruleg tungumál á sama hátt og raddmál. Þessi við-
horf koma skýrt fram í eftirfarandi orðum sem oft er vitnað til en þau er að
finna í einu þekktasta riti um málvísindi frá fyrri hluta 20. aldar:3
Sum samfélög hafa mál byggð á hreyfitáknum (e. gesture) sem
stundum eru notuð í stað raddmála. Slík mál eru þekkt meðal lág-
stétta í napólí, munka af Trappe-reglunni (sem hafa svarið þagn-
areið), indíána á Vestursléttunum (þar sem ættbálkar sem tala ólík
mál hittast til að versla með vörur og heyja stríð) og hjá heyrnar- og
mállausu fólki.
Það virðist alveg ljóst að þessi mál eru einungis afsprengi venju-
legra hreyfitákna og jafnframt að öll flókin og torskilin hreyfitákn
byggjast á venjulegu tali.
Samkvæmt þessu eru táknmál byggð á raddmálum ef undan eru skilin einföld
og auðskiljanleg hreyfitákn. Þessi skoðun kann að hafa mótast af miðlunar-
hætti táknmála en ef til vill skiptir líka máli sú staðreynd að táknmál hafa
takmarkaða útbreiðslu. Táknmál eru því langoftast algjör minnihlutamál í
þeim samfélögum þar sem þau eru notuð og hafa veika félagslega stöðu.4
Þó má finna dæmi um útbreidda notkun táknmáls meðal heyrandi fólks og
það frægasta tengist líklega eyjunni Martha’s Vineyard undan ströndum
Massachusetts. Þar var táknmál talsvert notað á 18. og 19. öld vegna þess
að heyrnarleysi var óvenjulega algengt í sumum byggðarlögum á eyjunni.5
3 Leonard Bloomfield, Language, London: George allen & Unwin Ltd., 1933,
bls. 39. Svipaða skoðun má sjá hjá Edward Sapir, Language. An Introduction to the
Study of Speech, new York: Harcourt, Brace & Company, 1921, bls. 19–21. Þýðing
greinarhöfundar.
4 Ceil Lucas, ritstjóri, The Sociolinguistics of Sign Languages, Cambridge: Cambridge
University Press, 2001.
5 nora Ellen Groce, Everyone Here Spoke Sign Language. Hereditary Deafness on Mart-
ha’s Vineyard, Cambridge: Harvard University Press, 1985.