Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 36
VIð BJUggUM þAð TIl SJálF
35
Íslenskt táknmál verður til
áður höfðu kennarar notað fingrastafróf í kennslustundum og það hafði
fyrst og fremst verið byggingarefni fyrir málið en nú var það bannað. Ben
Bahan telur að öll táknmál byrji með látbragði og bendir á að alls staðar
í heiminum verði sama ferlið þegar heyrnarlausir koma saman og hittast.
látbragð verði að byrjandi táknmáli og eftir nokkrar kynslóðir sé það orðið
venjubundið táknmál.106 Með því að banna fingrastafrófið var í rauninni
dregið úr áhrifum íslensku og heyrandi fólks á málþróunina. „það var eng-
inn sem kenndi okkur táknmálið, við bjuggum það til sjálf,“ sagði Sigurborg
Skjaldberg (Sirrý). Allir viðmælendurnir, sem voru í skólanum eftir að fing-
rastafróf og táknmál var bannað, sögðust hafa lært mest í frímínútunum. þá
notuðu börnin sitt mál, sem byrjaði að þróast á meðal þeirra úr látbragði,
bendingum og svipbrigðum. Tungumálið spratt upp úr athöfnum barnanna
innan ramma skólans og utan og þróaðist framan af í heimavistinni og á
leikvellinum utan kennslustundanna, án áhrifa frá íslensku og án vitundar og
viðurkenningar heyrandi fólks. Málið var bundið aðstæðum sínum og náði
til þess veruleika sem börnin lifðu í og sameiginlegrar upplifunar þeirra.107
það var ekki bara hlutlaus miðill til samskipta heldur var þrungið félagslega
samhenginu þar sem táknin höfðu lifnað og endurspeglaði valdastöðuna sem
samfélögin voru í. Táknið heyrandi fékk dýpri merkingu en það að heyra.
Í tákninu fólst líka merkingin þeir sem ráða, þeir sem vita, þeir sem skilja ekki.
Sigurborg Skjaldberg lýsti málinu sem „grófu“ og tók dæmi af því þegar
sagt var hoppa, þá var hoppað. stígvél voru táknuð eins og eftirherma af
því að klæða sig í stígvél og mjólk var táknuð með því að herma eftir því að
mjólka kú. Táknið mamma átti uppruna sinn í talþjálfuninni hjá Brandi en
það var gert með því að ýta tvisvar með vísifingri á nefið á sama staðinn og
þau áttu að nema röddun bókstafanna. Hún sagði að það hefði ekki verið
„næmni“ í táknunum hjá þeim en nýtt mál var tekið að þróast.
Hreinn guðmundsson og Sirrý rifjuðu upp bíóferðir sínar þegar þau
voru í skólanum. þau sögðust hafa stillt sér upp fyrir framan dyravörðinn í
bíóinu og bent á eyrun á sér. Hann hefði þá hleypt þeim inn án þess að þau
þyrftu að borga. þegar þau komu heim af bíóinu endursögðu þau myndina
fyrir hina krakkana með látbragði, bendingum og svipbrigðum.
Í táknmálum er búið til svið í táknrýminu fyrir framan táknarann þar
sem hlutum og persónum er raðað og þær látnar hreyfast og eiga samskipti.
106 Ben Bahan, „Senses and Culture. Exploring Sensory Orientations“, bls. 234.
107 Sbr. Mikhail Bakhtin, The Dialogic Imagination, bls. 293.