Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 193
SIGuRðuR KRISTInSSOn
192
gráður til starfsréttinda. Tenging heilbrigðisstéttanna við lýðræðið er ögn
óbeinni, en þó má auðveldlega færa rök fyrir því að heilsa og heilbrigði
borgaranna styðji við lýðræðislega virkni þeirra og rannsóknir hafa leitt í ljós
fylgni á milli lýðræðis og almenns aðgengis að heilbrigðisþjónustu.104 Enda
þótt rannsakendur virðist hafa meiri áhuga á áhrifum lýðræðis á heilsu en
áhrifum heilsu á lýðræði105 má gera ráð fyrir því að almennt aðgengi borgar-
anna að heilbrigðisþjónustu hafi jákvæða lýðræðislega þýðingu. Sé það rétt
er menntun heilbrigðisstétta, ásamt rannsóknum í heilbrigðisvísindum, hluti
af gangverki lýðræðisins, rétt eins og menntun kennara og lögfræðinga.106
Hér að framan var rætt um lýðræðislegt notagildi þekkingarsköpunar
og ræktunar sannsögli í háskólum. Þekking eykur möguleikana á upplýstri
þjóðfélagsumræðu og almannavilja, vönduðum ákvörðunum í sameiginleg-
um málum og ígrundaðri framþróun lýðræðisins sjálfs. Gildi slíkrar þekk-
ingarsköpunar og viðhalds þekkingar fyrir lýðræðið má einnig líta á sem
framlagsgildi að svo miklu leyti sem hún er liður í gangverki þess og viðhaldi
til lengri tíma. Ímyndum okkur til dæmis að hætt yrði að leggja stund á sagn-
fræði við íslenska háskóla. neikvæð áhrif á lýðræðið kæmu ef til vill ekki
fram fyrr en eftir fáein kjörtímabil, en þá færi að hrikta í því gangverki þjóð-
félagsumræðu sem reiðir sig meðal annars á ferska sýn, nýja túlkun, skilning
og þekkingu hverrar kynslóðar fræðafólks á sögu og samtíma. Þetta sýnir að
iðkun sagnfræði við íslenska háskóla þiggur gildi sitt (að hluta) frá framlagi
sínu til þeirrar verðmætu heildar sem er íslenskt lýðræði. Svipaða sögu er að
segja af mörgum öðrum fræðigreinum.
Framlagsgildi háskóla getur einnig falist í því sem Jaspers kallaði sjálf-
ræði vísindanna og Habermas lýsir sem alþjóðlegu samskiptaneti „sem geti
verndað hið frjálsa ríki frá alræðisríkinu“.107 Háskólar mynda bæði formleg
og óformleg samstarfsnet þvert á landamæri og gjarnan er litið á vísinda- og
104 Tara Templin, Joseph L. Dieleman, Simon Wigley, John Everett Mumford, Molly
Miller-Petrie, Samantha Kiernan, Thomas J. Bollyky, „Democracies Linked To
Greater universal Health Coverage Compared With Autocracies, Even In An
Economic Recession“, Health Affairs 40: 8/2021, bls. 1234–1242.
105 Sjá til dæmis Yi-ting Wang, Valerya Mechkova og Frida Andersson, „Does De-
mocracy Enhance Health? new Empirical Evidence 1900–2012“, Political Research
Quarterly 72: 3/2019, bls. 554–569.
106 Hér mætti einnig nefna mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsfólk njóti trausts og geti
miðlað upplýsingum á skiljanlegan hátt svo að hemja megi faraldur á borð við Covid
19 án þess að vega með valdi að lýðræðislegum undirstöðum samfélagsins.
107 Jürgen Habermas, „The Idea of the university: Learning Processes“, New German
Critique 41/1987, bls. 3–22, hér bls. 17.