Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 193

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 193
SIGuRðuR KRISTInSSOn 192 gráður til starfsréttinda. Tenging heilbrigðisstéttanna við lýðræðið er ögn óbeinni, en þó má auðveldlega færa rök fyrir því að heilsa og heilbrigði borgaranna styðji við lýðræðislega virkni þeirra og rannsóknir hafa leitt í ljós fylgni á milli lýðræðis og almenns aðgengis að heilbrigðisþjónustu.104 Enda þótt rannsakendur virðist hafa meiri áhuga á áhrifum lýðræðis á heilsu en áhrifum heilsu á lýðræði105 má gera ráð fyrir því að almennt aðgengi borgar- anna að heilbrigðisþjónustu hafi jákvæða lýðræðislega þýðingu. Sé það rétt er menntun heilbrigðisstétta, ásamt rannsóknum í heilbrigðisvísindum, hluti af gangverki lýðræðisins, rétt eins og menntun kennara og lögfræðinga.106 Hér að framan var rætt um lýðræðislegt notagildi þekkingarsköpunar og ræktunar sannsögli í háskólum. Þekking eykur möguleikana á upplýstri þjóðfélagsumræðu og almannavilja, vönduðum ákvörðunum í sameiginleg- um málum og ígrundaðri framþróun lýðræðisins sjálfs. Gildi slíkrar þekk- ingarsköpunar og viðhalds þekkingar fyrir lýðræðið má einnig líta á sem framlagsgildi að svo miklu leyti sem hún er liður í gangverki þess og viðhaldi til lengri tíma. Ímyndum okkur til dæmis að hætt yrði að leggja stund á sagn- fræði við íslenska háskóla. neikvæð áhrif á lýðræðið kæmu ef til vill ekki fram fyrr en eftir fáein kjörtímabil, en þá færi að hrikta í því gangverki þjóð- félagsumræðu sem reiðir sig meðal annars á ferska sýn, nýja túlkun, skilning og þekkingu hverrar kynslóðar fræðafólks á sögu og samtíma. Þetta sýnir að iðkun sagnfræði við íslenska háskóla þiggur gildi sitt (að hluta) frá framlagi sínu til þeirrar verðmætu heildar sem er íslenskt lýðræði. Svipaða sögu er að segja af mörgum öðrum fræðigreinum. Framlagsgildi háskóla getur einnig falist í því sem Jaspers kallaði sjálf- ræði vísindanna og Habermas lýsir sem alþjóðlegu samskiptaneti „sem geti verndað hið frjálsa ríki frá alræðisríkinu“.107 Háskólar mynda bæði formleg og óformleg samstarfsnet þvert á landamæri og gjarnan er litið á vísinda- og 104 Tara Templin, Joseph L. Dieleman, Simon Wigley, John Everett Mumford, Molly Miller-Petrie, Samantha Kiernan, Thomas J. Bollyky, „Democracies Linked To Greater universal Health Coverage Compared With Autocracies, Even In An Economic Recession“, Health Affairs 40: 8/2021, bls. 1234–1242. 105 Sjá til dæmis Yi-ting Wang, Valerya Mechkova og Frida Andersson, „Does De- mocracy Enhance Health? new Empirical Evidence 1900–2012“, Political Research Quarterly 72: 3/2019, bls. 554–569. 106 Hér mætti einnig nefna mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsfólk njóti trausts og geti miðlað upplýsingum á skiljanlegan hátt svo að hemja megi faraldur á borð við Covid 19 án þess að vega með valdi að lýðræðislegum undirstöðum samfélagsins. 107 Jürgen Habermas, „The Idea of the university: Learning Processes“, New German Critique 41/1987, bls. 3–22, hér bls. 17.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.