Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 131

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 131
ALDA BJöRK VALDImARSDóTTIR 130 Samlíðan er sá hæfileiki að geta ímyndað sér aðstæður annarra og upp- lifa að ákveðnu marki það sama og aðrir finna. Venjulega er talað um tvenns konar samlíðan. Tilfinningalega samlíðan (e. emotional empathy) og vits- munalega samlíðan (e. cognitive empathy).4 Tilfinningaleg samlíðan er það sem við nefnum iðulega samlíðan og snýst um að setja sig í spor annarra, það er að spegla tilfinningar annarrar manneskju.5 Slík samlíðan felur í sér hermihvöt. Tilfinningarnar koma yfir þig ósjálfrátt, jafnvel stjórnlaust. Við göngum kannski framhjá betlara og óþægileg kennd grípur um sig innra með okkur, við geispum þegar aðrir geispa og okkur líður illa í hálsinum þegar öðrum svelgist á, við fyllumst löngunar til að sparka þegar við horfum á fótboltaleik, við grátum þegar aðrir gráta og gleðjumst þegar aðrir gleðjast. Vitsmunaleg samlíðan felst í getunni að skilja hvað gerist í höfðinu á fólki, hvað knýr það áfram, hvað vekur upp gleði eða sársauka með per- sónunni, hvað henni finnst niðurlægjandi eða göfugt. Hún snýst ekki um speglun á tilfinningum heldur um að skilja manneskjuna. Þessi tegund af samlíðan er afskaplega mikilvæg því við þurfum að beita henni í alls kyns störfum og notum hana einnig í persónulegum samskiptum. Slík samlíðan snýst um að skilja en ekki að finna. Paul Bloom, sem er prófessor í sálfræði við Toronto-háskóla, hefur verið gagnrýninn á það hvernig samlíðan hefur í samtímaumræðunni verið séð sem lausn á öllum félagslegum vandamálum. Í bók sinni Against Empathy bendir hann til dæmis á að þegar komi að lögregluofbeldinu sem beinist að svörtum Bandaríkjamönnum sé skorturinn á samlíðan talinn vera vandamál- ið og lausnin felist þá í meiri samlíðan.6 Að sama skapi megi sjá þá hugsun að ef við viljum auka á umburðarlyndi okkar gagnvart fötluðu fólki þurfum við að beita samlíðan. Aukin samlíðan sé þannig töframeðalið sem geri okkur siðlegri. Samlíðan geri það að verkum að við komum fram við aðra eins og við myndum koma fram við okkur sjálf og þannig verðum við minna sjálf- miðuð. Bloom veltir því fyrir sér hvort samlíðan sé hentugt siðferðistól og gagn- rýnir meðal annars breska sálfræðinginn Simon Baron-Cohen fyrir að halda 4 Sjá Bergljót Kristjánsdóttir og Guðrún Steinþórsdóttir, „„Samkennd er … stundum kölluð samlíðun.“ Um þýðingar á ýmsum erlendum fræðiorðum“, Skírnir vor/2016, bls. 91–107, hér bls. 101. 5 Sjá frekari skilgreiningu á samlíðan hjá Guðrúnu Steinþórsdóttur, Raunveruleiki hugans er ævintýri. Um valdar sögur Vigdísar Grímsdóttur, einkenni þeirra og viðtökur, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2021, bls. 52–53. 6 Paul Bloom, Against Empathy. The Case for Rational Compassion, London: Vintage, 2016, bls. 19–20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.