Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 155
ALDA BJöRK VALDImARSDóTTIR
154
landsins“.76 Sama dag birtist stöðufærsla á Facebook þar sem um er að ræða
samanburðarmynd. Höfundur innleggsins skrifar: „Undarleg tilviljun. Tví-
farar dagsins eru spánarfarinn Sunna elvíra og maja sem Francisco Goya mál-
aði mynd af í lok átjándu aldar. Goya var einn færasti málari spánverja“ [svo].
Höfundurinn vísar þar í fræg erótísk listaverk, Nöktu Maju (1795–1800)
og Klæddu Maju (1800 og 1805), olíumálverk spænska listamannsins Franc-
isco Goya sem er undir áhrifum af rómantísku stefnunni. Ráðandi verkið, það
sem höfundur innleggsins birtir mynd af og það sem talið er erótískara, er
Klædda Maja. Þessu til stuðnings má nefna að listfræðingurinn Janis Tomlin-
son segir maju í Klæddu Maju vera „meira kítlandi í sinni blygðunarlausu og
hömlulausu framkomu“ í samanburðinum við „feimnu, nöktu myndina“.77
76 Kristín ólafsdóttir, „Sunna elvira komin til landsins“, Visir.is, 9. apríl 2018, sótt 31.
júlí 2022 af https://www.visir.is/g/2018180408965/sunna-elvira-komin-til-landsins.
77 Janis A. Tomlinson, „Images of Women in Goya‘s Prints and Drawings“, Goya. Ima-
ges of Women, ritstjóri Janies A. Tomlinson, Washington: National Gallery of Art,
2002, bls. 51.