Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 153

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 153
ALDA BJöRK VALDImARSDóTTIR 152 fylgja burtséð frá því hver á í hlut? Slíku er alltaf erfitt að svara og mikil- vægt að hafa í huga að þeir sem tóku til máls eða brugðust við fréttunum af Klaustursmálinu stýrðust að sjálfsögðu af alls konar ólíkum forsendum sem þýðir að varlega verður að fara í það að draga of almennar ályktanir. Hér er þó vert að skoða svipað mál frá sama tíma sem snýst líkt og Klaustursmálið um smánun, fordóma og hlutgervingu annarrar fatlaðrar konu. Sunna elvira Þorkelsdóttir slasaðist alvarlega í malaga á Spáni í janúar 2018 þegar hún féll fram af svölum og er eftir slysið lömuð fyrir lífstíð með mænuskaða. Fyrrverandi eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, fékk dóm vegna íkveikju árið 2004 en uppreist æru 2013. Hann var dæmdur fyrir stórfelld skattsvik árið 2018 og árið 2019 var hann dæmdur í þiggja og hálfs árs fangelsi hjá Landsrétti fyrir að hafa smyglað amfetamíni til landsins frá Spáni árið 2017. ekki er ólíklegt að þessar bakgrunnsupplýsingar hafi haft áhrif á það hvernig almennir lesendur upplifðu slysið en auk þess má ætla að aðrir utanaðkomandi þættir hafi enn frekar aukið á samlíðunarrofið á milli hennar og þeirra sem tjáðu sig um málið með einum eða öðrum hætti, svo sem atvinna Sunnu elviru sem innheimtulögfræðingur hjá Inkasso löginn- heimtu, efnahagur og grunur um ýmiss konar fjársvik.74 mál Sunnu elviru og slysið á Spáni fékk talsverða umfjöllun í fjölmiðlum á vormánuðum 2018 en erfitt reyndist fyrir hana að fá ferðafrelsi vegna rannsóknar á fíkniefnamálinu, og liðu tæpir þrír mánuðir áður en hún fékk að snúa aftur til Íslands. Sunna hefur sjálf rætt að hún hafi fundið fyrir því að fólk þekki hana úti á götu. Í viðtali við Morgunblaðið segir hún: Ég áttaði mig ekki alveg á því fyrr en ég var komin hingað heim þótt það hafi verið áreiti frá fjölmiðlum meðan ég var úti. Um leið 74 Í fjölmiðlum kom fram að hús Sunnu elviru og Sigurðar á Spáni hefði árið 2018 verið metið á 172 milljónir en það er með sundlaug og fallegum garði samkvæmt frétt DV um málið. Í sömu frétt er sagt að „margt við frásögn Sunnu elviru stenst ekki nána skoðun“. Hjónin hafi flúið land og „skilið eftir sig slóð svika“. móðir Sunnu hóf söfnun fyrir sjúkraflugi til þess að koma Sunnu aftur til Íslands en gögn í málinu benda til þess að kostnaðurinn við flugið hafi verið 4.1 milljónir króna en ekki 5.5 milljónir eins og fjölskyldan hélt fram. einnig er verktakafyrirtæki fyrr- verandi eiginmanns Sunnu sem varð gjaldþrota, skoðað nánar í sömu frétt og sagt að grunur leiki á um stórfelld undanskot eigna og þjófnað úr félaginu áður en til gjaldþrotsins kom. Þá sé félagið til rannsóknar hjá skattayfirvöldum. móðir Sunnu er sögð hafa verið starfsmaður fyrirtækisins og séð um bókhaldið. Jafnframt er farið í saumana á kaupum og sölu eignar í Kópavogi sem tengist fyrirtækinu. Sjá „Sjáðu myndirnar – Sunna neitar að tjá sig um húsið“, DV, 19. febrúar, 2018, sótt 20. ágúst 2022 af https://www.dv.is/frettir/2018/02/19/holl-sunnu-og-sigurdar-til-solu-a- 172-milljonir-sjadu-myndirnar-sunna-neitar-ad-tja-sig-um-husid/.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.