Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 42
VIð BJUggUM þAð TIl SJálF
41
288 táknum sem samþykkt höfðu verið á fundum 1973 og 1974. Aftur var
gefið út hefti árið 1975, af félagi heyrnarlausra í Noregi, með 155 táknum
sem voru tekin fyrir á norrænum fundi táknmálsnefnda í Málmey. á þessum
tíma var orðið ljóst að ekki var vilji meðal fulltrúa frá Norðurlöndum til þess
að gera samnorrænt táknmál.109 Félag heyrnarlausra gaf út Táknmálsorðabók
í fyrsta sinn árið 1976 með 1488 táknum. Fram kemur í formála bókarinnar
að þegar táknum var safnað í bókina hafi höfundar einungis fundið um 700
íslensk tákn. Fengin voru „að láni“ 688 sænsk og dönsk tákn þannig að um
helmingur tákna í bókinni eru lánstákn úr dönsku og sænsku táknmáli.110
þriðja og síðasta útgáfa táknmálsorðabókar kom út árið 1987 þar sem einn-
ig var bætt inn táknum úr dönsku táknmálsorðabókinni og samnorrænum
táknum sem valin höfðu verið á fundum landanna.111
Táknmálin þróuðust áfram í hverju landi, í sínu samhengi. Mörg nor-
rænu táknanna voru tekin upp í íslenska táknmálið. Bæði er um að ræða
ný tákn sem bættust við táknaforðann og önnur sem tóku við af gömlum
íslenskum táknum og voru fyrst í stað notuð samhliða gömlu táknunum. Nú
eru gömlu íslensku litatáknin ekki notuð lengur,112 oftast eru notuð norrænu
mánaðartáknin og norræn tákn fyrir vikudagana.
þegar nýju táknin, sem komu inn í málið vegna málsambýlis við nor-
ræn tákn, eru borin saman við táknalistann sem Russell R. Alderson og lisa
McEntee-Atalianis studdust við er ljóst að mörg táknanna, sem hlutfalls-
tölur þeirra byggja á, komu ný inn í málið eftir að Félag heyrnarlausra hóf
norrænt samstarf eða höfðu tekið við af gömlum táknum sem fyrir voru.
Dæmi um það eru landatákn, tákn fyrir fjölskyldumeðlimi, yfirheitið litur
og tákn fyrir litina, mánaðatákn og tákn úr stjórnsýslu.
Smám saman fór viðhorf til táknmáls að breytast innan Heyrnleysingja-
skólans þar sem raddmálsstefnan hafði ekki borið tilætlaðan árangur og leyft
var að nota tákn í kennslunni. Kennarar í skólanum113 studdust við norrænu
109 Tegnspråk for viderekomne, Bergen: Norske døves landsforbund, 1975.
110 Samstarfsnefndin, „Formáli“, Táknmálsorðabók, Félag heyrnarlausra og Foreldra- og
styrktarfélag heyrnardaufra, 1976, án blaðsíðutals.
111 Hervör guðmundsdóttir, „Formáli“, Táknmálsorðabók, Reykjavík: Félag heyrnar-
lausra, 1987, bls. 7–8, hér bls. 7.
112 Sjá umfjöllun um litatákn í ÍTM og samanburð við norræn táknmál hjá Rannveig
Sverrisdóttir og Kristín lena Thorvaldsdóttir, „Why is the SKY BlUE? On colour
signs in Icelandic Sign language“, ritstjórar Ulrike Zeshan og Keiko Sagara, Sem-
antic Fields in Sign Languages. Colour, Kinship and Quantification, Boston/Berlin og
lancaster: Walter de gruyter og Ishara Press, 2016, bls. 209–249.
113 Höfundur greinarinnar var einn þeirra frá 1977–1990.