Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 15
VAlgERðUR STEFáNSDóTTIR
14
lýsingar um aðra sem uppi voru fyrr eru fengnar úr opinberum gögnum.
Hér verður farin sú leið að halda réttum nöfnum þeirra sem nefndir eru til
sögunnar. Er það gert af virðingu við fólk og til þess að halda minningu þess
á lofti. Sögð er saga fólks sem útilokað var frá tækifærum í lífinu en skaraði
þó fram úr öðrum með því að búa til í sameiningu sínar eigin formgerðir
undir kúgun, mismunun og ofbeldi. Útilokað frá raddmálssamfélagi annarra
skapaði það sér líf, tungumál og menningu með ótrúlegri þrautseigju og
dugnaði, skapandi hugsun og ráðsnilld.
Í niðurstöðum, sem birtast hér á eftir, felst ný þekking sem hefur áhrif á
skilning okkar á málsögu táknmála og þróun og tengslum táknmála. Fyrst
verður fjallað um nemendur sem sendir voru til Danmerkur í skóla. þá
verður fylgt lífi þeirra nemenda sem sóttu kennslu hér á Íslandi til presta
sem skipaðir höfðu verið kennarar heyrnarlausra og einnig þeirra sem fengu
kennslu eftir að stofnaður var ríkisskóli í Reykjavík. lýst verður litlu sam-
félagi döff fólks í Reykjavík og á Akureyri og skólasamfélagi í Málleysingja-
skólanum eftir að táknmál var bannað. Að lokum verður gerð tilraun til þess
að lýsa þróun máls á hverjum tíma út frá málgerðinni sem birtist, rann-
sóknum annarra fræðimanna og sögunni.
Heyrnarlaus börn á Íslandi voru send í skóla til Danmerkur
árið 1817, þegar skólaskylda allra heyrnarlausra barna í Danaveldi var lög-
fest, var Ísland hluti af Danmörku og því urðu heyrnarlaus börn á Íslandi
einnig skólaskyld þar. þegar börnin höfðu náð átta ára aldri voru þau kölluð
inn í skóla í gegnum yfirvöld á Íslandi.42 Almennt hefur verið talið að 24 börn
hafi verið send út og af þeim hafi átta látist ytra.43 Reynir Berg þorvaldsson
sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Saga heyrnarlausra á Íslandi telur
hins vegar að, að minnsta kosti 35 Íslendingar hafi verið sendir í skólann
í Kaupmannahöfn.44 Í þessari rannsókn fundust 30 Íslendingar sem sendir
voru til náms við Konunglegu daufdumbrastofnunina. Af þeim settust fjór-
tán að í Kaupmannahöfn, níu létust ytra og aðeins sjö sneru heim til Íslands.
42 Johan Holck, „Det Kongelige Døvstumme-Institut i København 1807 – 1839“, Det
Kongelige Døvstumme-Institut i København 17. april 1807 - 17. april 1907, ritstjóri C.
goos, København: H. Meyers Bogtrykkeri, 1907, bls. 1–150, hér bls. 52.
43 Sjá til dæmis Alþingistíðindi, 1869 og 1871 og ólafur þ. Kristjánsson, „Málleysingja-
kennsla hér á landi“, Menntamál 18: 1/1945, ritstjóri ólafur þ. Kristjánsson, bls.
1–28, hér bls. 8.
44 Reynir Berg þorvaldsson, Saga heyrnarlausra á Íslandi, Reykjavík: Félag heyrnarlaus-
ra, 2010, bls. 8.