Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 28
VIð BJUggUM þAð TIl SJálF
27
Málið gæti hafa þróast hratt undir áhrifum frá dönsku táknmáli í sex ár
þar til Kristján drukknaði í lok árs 1877 og haft áhrif á mál nemenda sem
voru í kennslu á þeim tíma.96 Ekki er þó líklegt að tákn, sem voru notuð,
hafi öll átt uppruna í dönsku táknmáli. Merking í tungumáli verður til í
félagslegum samskiptum97 og málið sprettur úr því samhengi, sem skapast
í tengslunum við aðra í þeim veruleika sem fólk býr við.98 Íslenskur veru-
leiki var afar ólíkur því samhengi sem nemendur bjuggu við í skólanum í
Kaupmannahöfn og því hefðu tákn og merking þeirra alltaf markast af því.
Sambýli bendingamálsins/fingramálsins, sem byrjað hefði verið að þróast,
dönsk tákn og ný tákn um íslenskan veruleika hefðu blandast saman. það er
því ekki líklegt að í kennslunni hjá Páli hafi með Kristjáni orðið til danskt
táknmálssamfélag. Ulrike Zeshan telur að söguleg þekking vegna samstarfs
skóla fyrir heyrnarlaus börn og notkun táknmáls frá öðru landi í kennslu
gæti hugsanlega leitt til kreólíseringar (e. creolization) í málinu sem fyrir var
en ekki að erlenda málið gæti orðið upprunamál þess.99
Eftir að Kristján dó voru á heimilinu heyrnarlaus vinnuhjú, sem höfðu
tengingu við hann og danskt táknmál, því næst samfleytt frá 1871–1890.
Í máli þeirra gæti hafa gætt áhrifa frá dönsku táknmáli og hjúin hafi verið
mikilvægar málfyrirmyndir til þess að ná samfellu í þróun máls á heimilinu.
á því tímabili komu 6–7 nýir nemendahópar í kennslu með nýja reynslu
og ef til vill ný heimatáknmál. Með hverjum nýjum nemendahópi gætu ný
málleg einkenni hafa bæst við málið og það náð meiri dýpt.100
Hér að framan hefur verið gerð tilraun til þess að lýsa málinu sem hefði
hugsanlega getað þróast á heimili Páls. Eins og fram hefur komið er það að
96 þórarinn Brandsson, sem flutti síðar til Reykjavíkur, Eyjólfur Finnbogason, guðmu-
ndur Jónsson, Jónína H. Kristjánsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, guðmundur guðmu-
ndsson, gísli gíslason sem seinna varð vinnumaður á Stóra Hrauni þegar þar var
kennsla, Anna Sigríður Magnúsdóttir, þeófílus þeófílusson, og Steinunn þorgeirs-
dóttir úr Suðuramtinu sem kom 12 ára árið 1878 stuttu eftir dauða Kristjáns.
97 Clifford geertz, „Art as a Cultural System“, MLN 91: 6/1976, bls. 1473–1499.
98 E. Sue Savage-Rumbaugh og Duane M. Rumbaugh, „The Emergence of lang-
uage“, Tools, Language and Cognition in Human Evolution, ritstjórar Kathleen Rita
gibson og Tim Ingold, Cambridge: Cambridge University Press, 1993, bls. 86–
108, hér bls. 105–106.
99 Vitnað í Timothy Reagan, „Historical linguistics and the Case for Sign language
Families“, Sign Language Studies 21: 4/2021, bls. 427–454, hér bls. 442–443.
100 Sbr. Susan goldin-Meadow, „Watching language grow“, bls. 2272; Ann Senghas,
„Intergenerational influence and onto genetic development in the emergence of
spatial grammar in Nicaraguan Sign language“, Cognitive Development 18: 4/2003,
bls 511–531 hér bls. 526–530.