Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 195

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 195
SIGuRðuR KRISTInSSOn 194 Sem dæmi um viðleitni alræðisafla til að takmarka lýðræðisvæna þætti háskólastarfs má nefna að á 18. öld studdi sænska konungsríkið við notkun latínu í háskólum til að koma í veg fyrir „útbreiðslu hættulegra hugmynda um guðfræði og stjórnmál til almennings“.109 Frelsi almennings til gagn- rýninnar hugsunar og skilningsleitar var greinilega talið ógna þeirri heims- mynd sem réttlætti vald konungsins. Af sömu ástæðu einskorðuðu háskólar í Sovétríkjunum starfsemi sína við kennslu, en rannsóknir voru hafðar í sér- stökum stofnunum og mjög háðar pólitískri stýringu. Dæmi af svipuðum toga sjást greinilega í alræðisríkjum á 21. öld þar sem háskólar njóta hvorki sjálfræðis né akademísks frelsis og orðræða um borgaralega ábyrgð háskóla einskorðast við þjónustu við samfélagið og þarfir atvinnulífsins, án þess að lykilhugtök lýðræðismenntunar á borð við ígrundun, gagnrýna hugsun, opið hugarfar og samræður í skólastofunni komi þar neitt við sögu.110 Dæmi sem þessi benda til þess að andlýðræðislegt stjórnarfar muni eiga erfitt uppdráttar í ríkjum þar sem starfræktir eru háskólar með þau einkenni sem tengjast lýð- ræðislegu framlagi háskólastarfs. Af sömu ástæðu má leiða líkur að því að án slíkra háskóla myndi lýðræðislegt stjórnarfar eiga erfitt uppdráttar til lengri tíma litið. Andlýðræðisleg stjórnvöld telja valdi sínu ógnað af háskólum sem rækta lýðræðishæfni og sannsögli, ýta undir lýðræðismenningu, eru óháðir boðvaldi stjórnvalda og virða akademískt frelsi. Háskólar sem vanrækja þessa þætti draga framlag sitt til lýðræðisins til baka og grafa undan öryggi þess. Af þessum sökum virðist réttara að líkja lýðræðisframlagi háskóla við nauð- synlegt framlag vængsins til þess að flugvélin haldist á lofti en við ónauðsyn- legt (en verðmætt) framlag hvers söngvara til þess að kórinn búi til fallegan hljóm eða framlag borðfótar til stöðugleika borðsins. Án framlags háskóla myndi lýðræðinu fatast flugið. Innra lýðræðisgildi háskóla Svo gæti virst sem lýðræðislegt gildi háskóla hljóti að einskorðast við ytra gildi og geti ekki verið hluti af innra gildi þeirra. Innra gildi hlutar eða fyrir- 109 Inge Jonsson, „universties, Research and Politics in Historical Perspective“, The European Research University. An Historical Parenthesis, ritstj. Kjell Blückert, Guy R. neave and Thorsten nybom, new York: Palgrave Macmillan, 2006, bls. 51–60, hér bls. 54–55. 110 Walid Moussa og Kamal Abouchedid, „new Technologies and their Implications for Higher Education’s Democratic Mission: Theme from the Arab Region“, High- er Education for Democratic Innovation (vol. 21), ritstj. Sjur Bergan, Tony Gallagher og Ira Harkavy, Strasbourg: Council of Europe, 2016, bls. 219–232.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.