Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 8
VIð BJUggUM þAð TIl SJálF
7
nútímann og framtíðina.11 gengið er út frá því að tungumál sé félagsvirkni
og menningarlegur sjóður til reiðu fyrir fólk að nota og það þurfi samfélag
til þess að það þróist.12 Til þess að skilja hvernig íslenskt táknmál varð til er
nauðsynlegt að kynnast manneskjunum sem þróuðu málið, og sögu þeirra.
Í því skyni er vert að kanna hvenær leiðir þeirra lágu saman og til varð döff
samfélag13 þar sem mál fluttist frá einni kynslóð til annarrar og döff menning
skapaðist. þá verður einnig skoðað hvernig mál gæti hafa þróast.
Rannsóknin sem hér er greint frá er unnin innan eigindlegrar rann-
sóknarhefðar. Byggt er á (a) sögulegum gögnum um ævi heyrnarlausra Ís-
lendinga, eftir að þeir urðu skólaskyldir í Danmörku árið 181714 og eftir að
kennsla hófst á Íslandi árið 1867,15 (b) viðtölum í eigu Samskiptamiðstöðvar
heyrnarlausra og heyrnarskertra, sem birta sögu táknmálsfólks sem þróaði
ÍTM og (c) nýjum viðtölum við núlifandi döff einstaklinga um þróun ÍTM.
Niðurstöðurnar sem gerð verður grein fyrir skapa nýja þekkingu sem hefur
áhrif á skilning okkar á málsögu táknmála og þróun og tengslum táknmála.
Fræðilegt samhengi rannsóknarinnar
Allri félagslegri þátttöku er miðlað með máli og merkingin verður til við
notkun þess.16 Viðfangsefni mannfræðilegra málvísinda er að skoða hvern-
ig fólk skapar saman merkinguna gegnum dagleg hefðbundin málleg og
menningarleg samskipti á milli kynslóða.17 Tungumál er ekki hlutlaus sam-
skiptamiðill heldur frekar lifandi hegðun sem er samofin félagslegum sam-
skiptum18 og verður aldrei aðskilið frá þeim og menningunni sem skapast og
11 Fiona Copland og Angela Creese, Linguistic Ethnography. Collecting, Analysing and
Presenting Data, london: Sage, 2015, bls. 26.
12 Alessandro Duranti, Linguistic Anthropology, Cambridge: Cambridge University
Press, 1997, bls. 2.
13 Samfélag þar sem talað er táknmál.
14 C. goos, Det Kongelige Døvstumme-Institut i København 17. april 1807 - 17. april
1907, København: H. Meyers Bogtrykkeri, 1907, bls. 52.
15 „Tilskipun handa Íslandi, um kennslu heyrnar- og málleysingja, og fl. (á Íslenzku og
Dönsku)“, Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands 3: (01. 01 1875), bls 463, sótt 20. febrúar
2022 af Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - þriðja bindi (01.01.1875) - Tímarit.is
(timarit.is)
16 Clifford geertz, „Art as a Cultural System“, MLN 91: 6/1976, bls. 1473–1499, hér
bls. 1498.
17 William A. Foley, Anthropological Linguistics. An Introduction, Oxford: Blackwell Pu-
blishers, 1997, bls 81–83.
18 laura M. Ahearn, Living Language, Wiley-Blackwell, 2012, bls. 3.