Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 73

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 73
JóHannES GÍSLI JónSSOn 72 vegar 2. persóna eintala og frumlagið 1. persóna eintala (‘Þú hjálpar mér’) byrjar myndun táknsins í hólfi viðmælandans og endar í hólfi mælandans sem er við líkama táknarans. Í þessum dæmum er samræmið táknað með hreyfingu þar sem sögnin færist frá frumlagi til andlags. Samræmi er líka hægt að sýna með afstöðu fingurgómanna (frá frumlagi til andlags) eða bæði hreyfingu og afstöðu, allt eftir því hver áttbeygða sögnin er. Til dæmis er fyrrnefnda aðferðin notuð með áttbeygðu sögninni kenna en sú síðarnefnda með heimsækja. áttbeygðar sagnir í táknmálum hafa ýmis einkenni sem stinga í stúf við samræmisbeygingu sagna í raddmálum. Þannig sýna áttbeygðar sagnir per- sónusamræmi við frumlag og andlag en tölusamræmi er aðeins við andlag og stundum líka persónusamræmi. Þar að auki eru það einungis áhrifssagnir sem áttbeygjast, bæði sagnir með einu og tveimur andlögum, en í seinna tilvikinu samræmist sögnin aðeins óbeina andlaginu. Í raddmálum er sam- ræmisbeyging ekki bundin við tiltekinn flokk sagna og þar að auki er sam- ræmi við andlag háð því að samræmi við frumlag sé einnig mögulegt í við- komandi tungumáli.81 Í dæmunum hér að framan um sögnina hjálpa felur áttbeygingin í sér styttingu miðað við það að tjá persónufornöfnin sem sjálfstæð tákn, það er ég hjálpa þú (‘Ég hjálpa þér’) eða þú hjálpa ég (‘Þú hjálpar mér’). Þessi stytting er möguleg vegna þess að táknrýmið er notað til að sýna hreyfing- una frá frumlagi til andlags sem tjáir áttbeyginguna en raddmál hafa ekkert sem samsvarar táknrýminu. Miðlunarháttur raddmála býður því einfaldlega ekki upp á sagnflokk sem samsvarar áttbeygðum sögnum í táknmálum. Svo vikið sé að einstökum atriðum má nefna að sumar áttbeygðar sagnir sambeygjast aðeins andlaginu. Í ÍTM er ein slík sögn, láta-vita (https:// is.signwiki.org/index.php/Láta_vita), en önnur táknmál hafa fleiri sagnir af þessu tagi.82 Þessar sagnir eiga það sameiginlegt að þær eru allar myndaðar á eða við líkama táknara, oftast andlit. Þannig er sögnin láta-vita mynduð á enni táknara og þaðan er hún færð út í táknrýmið þannig að fingurgómar snúi að andlagi í 2./3. persónu. Ef andlag er hins vegar í 1. persónu eintölu snerta fingurgómar öxl óvirku handar táknarans.83 Upphafsmyndunarstaður sagnarinnar láta-vita gerir það að verkum að ekki er hægt að sýna samræmi við frumlag því hreyfingin sem tjáir áttbeyginguna (ásamt afstöðu lófanna) 81 Sjá til dæmis Mark C. Baker, „On agreement and its Relationship to Case. Some Generative Ideas and Results“, Lingua 130, 2013, bls. 14–32. 82 Kristín Lena Þorvaldsdóttir, „Sagnir í íslenska táknmálinu“, bls. 40. 83 Sama rit, bls. 104.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.