Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 50

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 50
TáKnMáL OG RaDDMáL 49 Sú skoðun sem fram kemur í tilvitnuninni hér að ofan endurspeglar þá þekktu ranghugmynd um táknmál að þau séu lítið annað en látbragð og hreyfitákn sem lúti engum málfræðireglum eins og raddmál gera.6 Þann- ig séu táknmál sambærileg við það tilbúna mál sem verður til þegar tveir heyrandi einstaklingar sem ekki tala sama tungumál og reyna að gera sig skiljanlega hvor fyrir öðrum með bendingum og látbragði. Fræðimenn hafa hins vegar bent á að táknmál hafi flókna málfræðilega formgerð ekkert síður en raddmál og lúti ýmsum hömlum sem gilda ekki um bendingar og lát- bragð.7 Til dæmis eru tákn yfirleitt aðeins mynduð innan táknrýmisins, það er svæðisins sem nær frá mitti táknarans og upp að hvirfli. Þá hafa rann- sóknir sýnt að hæfnin til bendinga og látbragðs stjórnast af öðrum svæðum í heilanum en hæfnin til að nota tungumál, hvort sem það eru táknmál eða raddmál.8 Til að varpa skýrara ljósi á eðli táknmála sem tungumála er líka áhugavert að bera þau saman við svonefnd hliðartáknmál (e. secondary sign languages, alternate sign languages).9 Þessi mál eiga að auðvelda samskipti milli heyrandi einstaklinga í kringumstæðum þar sem erfitt er að nota raddmál, til dæmis vegna mikils hávaða. Hliðartáknmál eru þó ekki jafnþróuð og táknmál og þau eru yfirleitt undir sterkum áhrifum frá nágrannaraddmáli. Það er þó rétt að benda á að ýmsar samsvaranir eru milli látbrigða í táknmálum og hreyfitákna sem oft fylgja raddmálum.10 Til dæmis er mjög algengt að tjá neitun með því að hrista höfuðið í táknmálum, bæði með og án sérstaks neitunartákns.11 á fyrri hluta 20. aldar töldu málfræðingar að tákn í táknmálum væru órjúfanlegar heildir og hefðu því enga innri formgerð eins og orð í radd- 6 Þessi ranghugmynd hefur víða verið rædd; sjá til dæmis Trevor Johnston og adam Schembri, Australian Sign Language (Auslan). An Introduction to Sign Language Linguistics, Cambridge: Cambridge University Press, 2007, bls. 14; nancy Fris- hberg, „arbitrariness and Iconicity. Historical Change in american Sign Lang- uage“, Language 51, 1975, bls. 696–719, hér bls. 697. 7 Sjá Karen Emmorey, Language, Cognition, and the Brain. Insights from Sign Language Research, Mahwah, nJ: Lawrence Erlbaum associates, 2002, bls. 2. 8 David P. Corina, Jyotsna Vaid og Ursula Bellugi, „The Linguistic Basis of Left Hemisphere Specialization“, Science 255, 5049, 1992, bls. 1258–1260. 9 Roland Pfau, „Manual Communication Systems. Evolution and Variation“, Sign Language. An International Handbook, ritstjórar Roland Pfau, Markus Steinbach og Bencie Woll, Berlin: De Gruyter Mouton, 2012, bls. 513–551. 10 adam Kendon, Gesture. Visible Action as Utterance, Cambridge: Cambridge Univer- sity Press, 2004. 11 Ulrike Zeshan, „Hand, Head, and Face. negative Constructions in Sign Langua- ges“, Linguistic Typology 8, 2004, bls. 1–58.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.