Úrval - 01.02.1944, Page 9
ER JASS TÓNLIST?
7
„Byggist ekki jass á sömu
grundvallaratriðum og tónlist?
Hefir hann ekki laglínu, hljóm-
fall og samhljóm?" Rétt er það.
En meðferð þessara þriggja
undirstöðuatriða er alveg ger-
ólík í jass og tónlist. I jassinum
takmarkast samhljómar við
fjórar eða fimm tilbreytingar-
lausar hljómasamstæður, sem
bera uppi margbreytileg til-
brigði einleikaranna. Þessar
samstæður breytast aldrei og
gera engar kröfur til frumlegr-
ar nýsköpunar. Hver einasti
„blues“ er í raun og veru sam-
inn með sömu hljómum og allir
aðrir „blues“, og eru það raun-
ar sömu hljómar, sem einnig
eru notaðir fyrir uppistöðu í
öllum „búgívúgí“ (boogie-woo-
gie) hraðbrigðum. I hljómfalli
er jass talsvert breytilegri, en
þó ekki með neinum ósköpum.
Hljómfalhð takmarkast við
fjóra fjórðu og tvo fjórðu, og
þegar bezt lætur, byggist það á
sefjun öllu heldur en hugsun.
Jass-lögin sjálf eru oft ein-
kennilega fögur og frumleg. En
þau eru háð sömu takmörkun-
um og önnur þjóðlög, að þau
eru í amöbu-formi en ekki formi
æðri lífvera, svo tekið sé dæmi
úr líffræðinni. Jass-lagið er ólíkt
laglínu æðri tónverka að því
leyti að það er fremur sönglag
en stef. Þessi sönglög eru eins
einföld að gerð og einfrumung-
ar. Það má endurtaka þau, oft
með flúri og tilbrigðum, en
þeim er ekki hægt að breyta í
æðri tónrænar lífverur. Hver
fruma fyrir sig getur staðizt
samanburð við stef æðri tón-
verka. Lagið í „Cold in Hand
Blues“ eftir Bessie Smith er til
dæmis miklu fallegra en ,,ör-
lagastefið" í fimmtu hljóm-
kviðu Beethovens. En þegar
laginu lýkur, þá er allt sagt.
Það er fallegur einfrumungur,
sjálfum sér nógur. Hið smá-
brotna stef Beethovens er allt
annars eðlis. Út af fyrir sig
hefir það enga þýðingu, en það
getur aukizt og margfaldazt,
unz það er orðið háreist, sým-
fónisk lífvera með dramatískum
tilþrifum og langdrægum hug-
hrifum.
Jassarinn skapar einfruma
sönglög sín eins og aðrir þjóð-
lagahöfundar að eðlistilvísun,
og hann endurtekur þau aftur
og aftur, stundum með einföld-
um afbrigðum. En tónskáldið
lítur ekki á einfruma lög sem
annað en hráefni. Skapandi
hugur hans hefst þar handa,