Úrval - 01.02.1944, Qupperneq 10
8
tTRVAL
sem eðlisávísan þjóðlagahöf-
undarins sieppti, og þar tekur
hann til að byggja úr efni sínu
fjölbreytileg verk, eins og
hljómkviður og fúgur. Tón-
listargagnýni beinist einkum að
þeirri tækni og þeim frumleik,
sem hann beitir við lausn við-
fangsefnisins. Þessvegna verður
tónlistargagnrýnin hátíðleg og
hjáróma og skýtur yfir rnarkið,
þegar henni er beitt við þjóðlist
eins og jassinn.
Jassinn hefir engar grund-
vallar-byggingareglur, og það er
því útilokað að honum geti
farið fram. Þegar frá eru
dregnar lítilsháttar tízkubreyt-
ingar sýnir saga hans alls enga
framvindu. En saga tónlistar-
innar sýnir samfelldan þroska
og þróun. Þær breytingar, sem
öðru hverju verða á stíl jassins,
byggjast ekki á öðru en tilraun-
um,< eftirspurn almennings eða
breytingum á hljóðfærum. Eðli
jassins er hið sama og það var
fyrir tveim mannsöldrum.
III.
Flutningur jass-tónsmíða vek-
ur einstæðar tilfinningar, sem
eru alls ólíkar þeim, sem flutn-
ingur hljómlistar vekur. 1
hljómleikasalnum er flutningur-
inn ekki einungist list, heldur
einnig nokkurskonar þrekraun.
Hvort sem söngkona syngur
alkunnuga aríu eða hljómstjóri
stjórnar djúphugsaðri hljómr
kviðu, ganga þau bæði að vissu
leyti á hólm við áheyrendur*
Þau þurfa að brjóta á bak aftur
nokkrar torfærur, sem hlust-
endur eru sér vel meðvitandi.
Það er algerlega hlutlæg nautn
að taka eftir, hvernig meistari
sigrast á örðugleikum viðfangs-
efnisms, hvemig söngkona,n nær
háum tónum með léttleika og
nákvæmni og taka eftir, hversu
liðlega hún fer með flúr söng-
lagsins. Það er ekki ósvipað því
að horfa á skotmeistara hæfa
markið ótrúlega mörgum sinn-
um. Allt slíkt er í raun og veru
útilokað um flutning jass-tónr
smíða, því að sá sem „heitan”
jass leikur, gerir ekki annað en
að skjóta af ákafa í allar áttir,
og samkvæmt sennileikalögmál-
inu fer ekki hjá því, að hann
skjóti stöku sinnum í mark.
Margt hefir verið ritað og
flest of sagt um þann eiginleika
jass-leikarana að hafa tilbrigði
á hraðbergi (impróvísera). Sú
hugmynd hefir skapazt, að jass,-
leikarinn skapi nýja tónsmíð á
augabragði, þegar hann er „í