Úrval - 01.02.1944, Page 12
10
ÍTRVAL,
hraðkveðskap jassins. Það er
þegar orðið auðsætt, að sú
fríska, upprunalega tegund af
jassi, sem negrahljómsveitir
Chicago og New Orleans léku
fyrir mannsaldri, heyrist tæp-
lega aftur, nema á hljómplötum.
Uppspretta jassins er þurr orðin
og það af einfaldri ástæðu. Tón-
lýska sú, er jassinn byggist á,
er svipuð mállýzkum að því leyti,
að uppruni og þroski byggist á
skorti á almennri menntun. Eitt
þýðingarmesta einkenni jassins
var skortur á fágaðri tækni. Sá
skortur var orsök hins upp-
runalega, óvenjulega frísk-
leika, en hann er því aðeins ekta,
að hann sé ávöxtur vanþekk-
ingar.
Jassinn fæddist af því, að
suðurríkjanegrarnir gátu ekki
aflað sér reglulegrar þekkingar
á tónlist, og því fundu þeir upp
á því, að skapa sína heima-
tilbúnu tónlist, án þekkingar
og þjálfunar. Uppfinningasemi
þeirra sýnir, að þeir voru tón-
skáld af eðlisávísan, og það
meðal hinna beztu í heiminum.
En þegar kjör þeirra hafa batn-
að og þeir hafa eignazt kost á
tónmenntun, fer ekki hjá því, að
þeir hneigist til hinnar æðri
tónlistar, sakir ríkari mögu-
leika og vandasamari viðfangs-
efna.
Um leið og svertinginn fær
tækifæri til að afla sér þroska
og þjálfunar, mun hann að sjálf-
sögðu snúa sér frá „búgívúgí“
að Beethoven.
Verkhyggni.
Ameríska setuliðið i Iran var að láta steypa stóran flugvölL
Það hafði marga innlenda menn í vinnu. Liðsforinginn, sem sá
um verkstjórnina var ekki alls kostar ánægður með vinnubrögð-
in, til dæmis báru verkamennirnir allt sementið í körfum á
höfðinu. Slíkt var ekki í samræmi við ameríska verktækni.
Liðsforinginn fékk verkamönnunum hjólbörur, og allt fór vet
fyrsta daginn, þeir óku hjólbörunum möglunarlaust fram og
aftur, eins og fyrir þá var lagt. En daginn eftir, þegar liðsfor-
inginn kom á vettvang, voru verkamennirnir búnir að taka
hjólin undan börunum og örkuðu keikir með þær á höfðinu
fullar af sementi.
The American Mercury.