Úrval - 01.02.1944, Page 14

Úrval - 01.02.1944, Page 14
12 ÚRVAL herberginu. — Maðurinn, eða mennirnir, höfðu viðstöðulítið komizt inn í herbergið, gripið barnið úr rúmi sínu, og horfið á brott með það. En ekki hafði þeim tekizt þetta, án þess að eftir þá sæ- ust nokkur verksummerki. Á gólfinu í herberginu og í möl- inni undir glugganum, voru spor eftir auruga fætur, en af því, að mennirnir höfðu annað hvort verið í hlífðarsokkum eða „mokkasínum“ varð ekkert af þessum sporum ráðið til upp- lýsingar. Skilinn hafði verið eftir á dragkistu í herberginu, bréfsnepill, stílaður til Lind- bergs ofursta. I fréttunum um atburð þennan, var lengi vel ekkert getið um þetta bréf, eða innihald þess, og verður síðar að því vikið, hver ástæðan var til þess. Skammt frá húsinu, fannst meitill, og stiginn fannst í skógarjaðrinum, hérumbil 20 metra frá húsinu. Til þessa barnaráns höfðu þorpararnir valið kvöld, sem vitað var, að Lindberg myndi verða í opinberri viðhafnar- veizlu í New York. En það vildi nú svo til, að ruglast höfðu hjá honum dagar, svo að hann var heima. Annað fólk, sem heima var í húsinu þetta kvöld, voru: barnfóstran Betty Gow, brytinn og kona hans. Það er eins og að djöfulleg heppni væri með þorpurunum, því að enginn þeirra, sem í húsinu voru, varð þeirra var, eða heyrði til þeirra. Hundur var og á heimilinu, en hann virtist ekki hafa orðið þorpar- anna var, fremur en fólkið. Þegar Betty kom inn í her- bergið kl. 10, og sá að barnið var horfið, rak hún upp óp, sem Lindberg heyrði, og kom hann á harða hlaupum upp á loftið. Hann brá þegar við og hringdi upp lögreglustöðina í Hopewell. Fulltrúinn, sem á verði var, ók þegar allt hvað af tók heim til Lindbergs, en gerði þó fyrst ráðstafanir til þess, að símað yrði um ránið til lögreglu- stöðva um þver og endilöng Bandaríkin. Brást lögreglan vel við og var þegar hafizt handa um skipulega leit að ránsmönn- unum. En þeir höfðu haft heila klukkustund til að forða sér. Og á þeim tíma gátu þeir ver- ið búnir að koma sér vel fyrir einhvers staðar í undirheimum New York borgar. Geta má því nærri, að mikill harmur og skelfing greip þau Lindbergs-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.