Úrval - 01.02.1944, Side 21
ÞEGAR BARNI LINDBERGS VAR RÆNT
19
bifreið, skammt frá, og afhenti
Gondon upphæðina, en hann
skundaði með hana til kirkju-
garðsins. Var honum þá sagt
að barnið væri á snekkju, sem
Nell hét, og héldi sig skammt
undan strönd Massachusetts.
Ránsmennirnir voru nú búnir
að klófesta féð, en sagan um
skipið var uppspuni einn. Næstu
daga leitaði Lindberg skipsins
í flugvél sinni, — auðvitað
árangurslaust. Og það var ekki
fyrr en hann var orðinn þess
alveg fullviss, að hann hefði
verið svívirðilega svikinn, sem
hann lét lögregluna vita um
þetta. Númerin á seðlunum voru
auglýst og leiddi það til mikil-
vægrar handtöku síðar.
Ef Lindberg hefði enzt til að
bíða fáeinar vikur, hefði hann
komizt hjá því að verða fyrir
þessum svikum, og sparað sér
250.000 krónur. Hinn 10. maí
gerðist atburður, sem yfirgekk
allt, er áður hafði gerzt í þessu
máli. Lík litla drengsins fannst,
og hafði hann sennilega verið
myrtur sama kvöldið og honum
var rænt. Og líkið hafði verið
falið steinsnar frá heimili Lind-
bergs, og legið þar allan þenn-
an tíma. Blökkumaður, sem
numið hafði staðar þarna, og
farið erinda sinni inn í skóginn,
hafði komið auga á barnsfót í
hrúgu af aur og visnuðum blöð-
um. Hann gerði lögreglunni
þegar aðvart, og þarna fann
hún líkið á grúfu, og illa til
reika. Höfuðkúpan var brotin.
En ekki varð um það sagt,
hvort ránsmennirnir hefðu held-
ur misst hann, þegar þeir voru
að flýta sér niður stigann, eða
barið hann í höfuðið til dauða,
af ótta við að óp hans myndu
heyrast, og heygt hann síðan.
Betty Gow var til fengin, að
segja til um, hvort þetta væri
lík Lindbergs-barnsins. Dr. Van
Ingen, sem hafði verið læknir
drengsins frá fæðingu, staðfesti
og að þetta væri lík hans. Fata-
tætlur, sem á líkinu voru,
þekktust ennfremur.
Bandaríkjaþjóðin komst í
uppnám, þegar fréttist um rán-
ið. Nú urðu menn óðir af heift
og viðbjóði á þessum svívirði-
legu þorpurum. Borgarstjórinn
í New York var að flytja út-
varpserindi, en þagnaði skyndi-
lega um sinn, og sagði síðan
með miklum alvöruþunga:
„Fregnir hafa borizt um það, aS
barn Lindbergs-hjónanna hafi fund-
izt. Nú get ég staðfest þá fregn, og
um leið vil ég lýsa dýpstu samúð
3*