Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 34
32
ÚRVALi
sundur stóreflis tré, sem fyrir
henni varð.
Foringi andstæðinganna, sem
var reyndur liðsforingi, lét
nema staðar og gafst upp þegar
í stað.
„Þegar farið er að skjóta
á skriðdreka úr 155 mm. byss-
um,” sagði hann, og var sýni-
legt að hann þóttist svo sem
vita, hvað þetta hefði verið,
„þá er ekki seinna vænna að
gefast upp.”
1 þessum svifum kom amer-
ískur hermaður, einn síns liðs,
út úr fylgsni sínu. Á annari öxl-
inni bar hann málmpípu-stúf,
með ýmsum einkennilegum
„galdragöddum". Þetta var hin
svo nefnda „bazooka,” hin
furðulega, nýja rakettu-byssa,
sem í einu vetfangi olli byltingu
í baráttunni við skriðdrekana.
Þetta atvik er eitt af mörgum,
sem opinberlega hefir verið
skýrt frá, og lýsa næstum því
lygilegum afrekum þessarar
byssu. „Þessi „bazooka” er svo
einföld, en þó svo kraftmikil,”
segir Levin Campbell hershöfð-
ingi, „að hver fótgönguliðs-
hermaður, sem hefir hana, getur
haldið velli í þeirri öruggu
vissu, að hann geti t. d. einn
ráðið niðurlögum skriðdreka."
Til þess að sýna hverja þýð-
ingu þessi nýja rakettubyssa
hefir raunverulega í bardaga,
má geta þess, að fallbyssa, sem
þýzki liðsforinginn hélt, að hann
ætti að mæta, er ferlíki, svo
viðarmikið, að sjö tonna drátt-
arvagn þarf til að draga hana
áfram, og ekki verður hún
hreyfð nema á góðum, hörðum
vegi, vandlega dulbúin, og henni
þarf að fylgja fjöldi „þjóna.”
Einn maður getur þrifið
rakettubyssuna, hlaupið með
hana upp brekku, hleypt af
henni hinu gereyðandi skoti, og
forðað sér áður en óvinurinn
hefir hugmynd um, hvað gerst
hefir.
En skriðdreka-,,dráp“ er að-
eins einn þáttur þeirra nota,
sem herir hafa af rakettu-byss-
unni. Með henni er hægt að
vinna á hvers konar brynvöm-
um og þykkum veggjum. Þess
er t. d. getið, í sambandi við
landgöngu, sem gerð var nýlega,
að öflugt strandvirki hafi hafið
skothríð á hermanna-pramm-
ana. Tók þá til einn hermann-
anna og óð í land með „ba-
zooku“ sína. Eitt skot nægði til
að mylja framvegg virkisins
mélinu smærra, og vamarlið
þess kom út sem skjótast.