Úrval - 01.02.1944, Síða 37
KÚLAN, SEM KNÝR SIG SJÁLF
35
skotmörk fyrir loftvamabyss-
ur.
Grundvallaratriðin í útbún-
aði rakettubyssunnar og hag-
nýtir möguleikar hennar, hefir
mönnum lengi verið kunnugt
um. Brezkur verkfræðingur,
Wilham Congreve að nafni,
gerði tillögu um, að hún yrði
notuð sem ,,leynivopn“ til varn-
ar gegn einvaldsharðstjóranum,
sem í hans tíð réði lögurn og
lofum á meginlandinu, — Na-
póleon Bónaparte. Sjóhernaðar-
sérfræðingar gerðu gys að
þessu, en „púðurkerlingarnar
hans Congreves" sýndu brátt
hvers þær voru megnugar. Þær
voru notaðar til árásar á Bou-
logne. Var þeim skotið af smá-
bátum, á 3000 stikna færi, og
landgöngulið Breta, sem þá
gerði innrás á strendur þær,
sem nú heita Júg'óslavía, not-
nðu þær með svo ægilegum
árangri, að hermenn Napóleons
þar gáfust upp, og kvörtuðu
yfir því, að hið nýja vopn væri
„rnjög svo óhernaðarlegt". Þeg-
ar Francis Scott Key skrifaði
nm ,,hinn rauða bjarma af
rakettu”, átti hann við rakettu-
tundurskeyti, sem notuð voru,
en mistókust, í árásinni á Fort
McHenry árið 1814. Rakettan
var mikilvægt sjóhemaðarvopn
fram um miðja nítjándu öld, er
hún vék sess fyrir hinum nýju
afturhlöðnu byssum, sem voru
langdrægari og voru með riffil-
hlaup.
Rakettubyssur komu ekkert
við sögu í hinni fyrri heims-
styrjöld. En skömmu eftir að
henni var lokið, voru mynduð
félög í Bandaríkjunum, Þýzka-
landi, Austurríki og Rússlandi,
sem höfðu það markmið, að
jera tilraunir með rakettur
sem hernaðarvopn. Ýmsir menn
í þessum félögum komu fram
með uppfinningar, sem voru
skref í rétta átt. En sumir
ákafamennirnir, fóru sér að
voða við þessar tilraunir, —
sumir þeirra misstu lífið, en
aðrir fleiri eða færri fingur.
Ungur verkfræðingur, sem
heima átti í austurrísku þorpi,
stofnaði til rakettu-póstþjón-
ustu, — skaut skeytinu yfir
fjall. Þegar eldsneytið, sem
knúði skeytið, var þrotið, opn-
aðist fallhlíf, sem sveif til jarð-
ar með póstpokann. Með því að
tildursmenn borguðu vel fyrir
frímerki þessa hugvitsmanns,
þá varð þetta gróðafyrirtæki.
En sá sem mestan þátt átti í
endurbótum á rakettunni var