Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 58
56
TjRVALi
inn á Spán, höfðu neytt Spán-
verja til að viðurkenna konung,
sem þeir fyrirlitu, og höfðu
drepið alla þá, sem voru trúir
hinum gömlu valdhöfum, þá
snerist almenningsálitið gegn
hetjunni frá Marengo og Aust-
erhtz. Þá fyrst, þegar Napóleon
var ekki lengur byltingarhetjan,
heldur persónugervingur alls
hins illa í fari gömlu stjórnar-
valdanna, þá fyrst, en ekki fyrr,
gat England notfært sér hina
ört vaxandi hatursbylgju, sem
var í þann veginn að gera alla
heiðvirða menn að óvinum hins
franska keisara.
Englendingum hafði frá upp-
hafi hryllt við ógnarverkum
þeim, sem þeir lásu um í dag-
blöðum sínum. Þeir höfðu gert
sína eigin byltingu á ríkisstjórn-
arárum Karls I. um hundrað ár-
um áður. Sú bylting hafði verið
bamaleikur samanborið við upp-
námið og blóðbaðið í París. í
augum venjulegs Englendings
var Jakobíni hrein og bein
ófreskja og hvarvetna réttdræp,
og Napóleon var höfuðpaurinn.
Brezki flotinn hafði haldið
Frakklandi í hafnbanni allt frá
árinu 1798. Hann hafði eyðilagt
það áform Napóleons að gera;
innrás í Indland og hafði neytt
hann til undanhalds, þrátt fyrir
sigra hans á Nílarbökkum. Og
loks, árið 1805, fékk England
tækifærið, sem það hafði beðið
svo lengi eftir.
Nálægt TrafaJgarhöfða á suð-
vesturströnd Spánar, gersigraði
Nelson flota Napóleons, svo að
hann átti sér enga uppreisnar-
von framar. Upp frá þeirri
stundu var keisarinn innikróað-
ur á meginlandinu. En jafnvel
þó að svo væri komið, hefði
hann getað haldið stöðu sinni
sem stjórnandi álfunnar, ef
hann hefði skilið tákn tímanna
og gengið að heiðarlegum frið-
arkostum, sem honum stóðu til
boða. En Napóleon var blindað-
ur af ljómanum af sinni eigin
dýrð. Hann vildi ekki viður-
kenna, að nokkur væri jafnoki
sinn. Hann þoldi enga keppi-
nauta. Og hatur hans snerist
gegn Rússlandi, hinu dularfulla
landi hinna endalausu gresja,
með sína ótæmandi gnótt fall-
byssufóðurs.
Meðan Rússlandi var stjórn-
að af Páli I., sem var hálfgeggj-
aður sonur Katrínar miklu, var
Napóleon ekki í neinum vanda
staddur. En Páíl gerðist æ
ábyrgðarlausari í stjómarat-
höfnum sínum, og þegnar hans