Úrval - 01.02.1944, Side 60

Úrval - 01.02.1944, Side 60
58 ÚRVAL ingar fylgdu honum, þegar hann hélt austur til móts við heri bandamanna. Dagana 16., 18. og 19. október árið 1813, geisaði hin ægilega orusta við Leipzig, þar sem grænklæddir og bláklæddir drengir börðust í þrjá daga, unz Elster-fljót lit- aðist rautt af blóði þeirra. Að kvöldi hins 17. október brauzt rússneskt varalið gegnum varn- arlínu Prakka og Napóleon flýði. Hann fór aftur til Parísar. Hann afsalaði sér völdum í hendur sonar síns, sem var barn að aldri, en bandamenn kröfðust þess að Lúðvík XVIII., bróðir Lúðvíks XVI., tæki við völdum í Frakklandi, og hinn sljói Bourbona prins hélt sigurför sína inn í París, umkringdur Kósökkum og Uhlönum. Napóleon var gerður að landsstjóra á eynni Elbu í Miðjarðarhafi, og þar skipu- lagði hann dvergher með hesta- sveinum sínum og háði orustur á taflborði. En Napóleon var ekki fyrr farinn frá Frakklandi en þjóð- inni varð ljóst, hvað hún hafði misst. Síðustu tuttugu árin höfðu verið tímabil mikillar frægðar, þótt þau væru dýru verði keypt. París hafði verið höfuðborg heimsins. Öllum var illa við hinn feitlagna Bourbona- konung, sem ekkert hafði lært og engu gleymt á útlegðarárum sínum. Hinn 1. marz árið 1815, þegar fulltrúar bandamanna voru að hef ja endurskoðun sína á landa- bréfi Evrópu, sté Napóleon skyndilega á land hjá Cannes. Eftir tæpa viku hafði franski herinn yfirgefið Bourbona og geystist suður á bóginn til þess að bjóða „litla liðþjálfan- um“ sverð sín og byssustingi. Napóleon hélt beina leið til Parísar og kom þangað hinn 20. marz. Hann var nú varkár- ari en áður. Hann kom með friðarboð, en bandamenn vildu, halda stríðinu áfram. Öll Norð- urálfan, reis upp gegn hinum „svikula Korsíkumanni". Keis- arinn hélt her sínum norður, til þess að hann gæti sigrað óvin- ina, áður en þeir næðu að sam- eina heri sína. En Napóleon var ekki lengur samur og áður. Hann var Iasinn og þreyttist fljótt. Plann svaf, þegar hann hefði átt að vaka og stjóma árásum framsveita sinna. Auk þess saknaði hann hinna gömlu og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.