Úrval - 01.02.1944, Side 61
NAPÓLEON
59
tr-yggu hershöfðingja sinna.
Þeir voru dauðir.
Snemma í júní hélt her hans
inn. í Belgíu. 16. júní sigraði
hami Prússa undir stjóm
Bliichers. En einum af foringj-
um hans láðist að gereyða leif-
um hins hörfandi hers, eins og
hann hafði fengið skipun um að
gera.
Tveim dögum síðar bar sam-
an fundum þeirra Napóleons og
Wellingtons nálægt Waterloo.
Það var sunnudaginn 18. júní.
Klukka tvö eftir hádegi virtist
svo sem orustunni væri að ljúka
með sigri Fra.kka. Urn þrjúleyt-
ið sást rykmökkur við sjón-
deildarhring í austri. Napóleon
hélt, að þarna væri riddaralið
sitt komið og myndi orustunni
Ijúka með algerum ósigri Eng-
lendinga. Klukkan fjögur fékk
hann að vita vissu sína. Bölv-
andi og ragnandi lagði gamli
Blueher örþreyttu liði sínu til
orustu. Lífverði Napóleons
brá svo mjög, að fylkingar
hans riðluðust. Napóleon hafði
ekki meira varalið. Hann sagði
mönnum sínum, að hver skyldi
bjarga sér sem bezt hann gæti
— og flýði.
1 annað sinn seldi hann völd-
in 1 hendur sonar síns. Hundrað
dögum eftir að hann slapp frá
Elbu, var hann á leið til strand-
ar. Hann huggðist fara til Ame-
ríku. Árið 1803 hafði hann selt
ameríska lýðveldinu frönsku
nýlenduna Lousiana fyrir gjaf-
verð, en um það leyti var hætta
á að Englendngar hertækju ný-
lenduna. ,,Ameríkumenn“, sagði
hann, „munu vera þakklátir og
gefa mér landsskika og hús, þar
sem ég get eytt síðustu árum
ævinnar í friði og ró.“ En enski
flotinn hélt vörð um allar
franskar hafnir. Napóleon var
innikróaður milli landherja
bandamanna og brezka flotans
og átti einskis úrkostar. Prúss-
ar ætluðu að skjóta hann;
Englendingar yrðu kannske
heldur mildari. Hann beið um
stund í Rochefort, í þeirri von
að úr raknaði. Mánuði eftir
ósigurinn við Waterloo, fékk
hann skipun frá hinni nýju
frönsku stjórn þess efnis, að
hann yrði að vera farinn af
franskri grund innan sólar-
hrings. Hann skrifaði krónprinsi
Englands bréf (konungurinn,
Georg in., var í geðveikrahæli)
og skýrði honum frá því, ,,að
hann ætlaði að leita á náðir
óvina sinna eins og Þemistókles,
og vænti þess, að vera boðinn
8*