Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 65
GASTÚRBlNAN
63
Einnig í skipasmíðum opnar
þessi nýja aflvél ótal möguleika,
því að þyngd hennar og fyrir-
ferð er sama sem engin á móts
við núverandi vélasamstæður,
og hún þarf ekkert vatn. Til
dæmis gætu Liberty-skipin borið
1000 tonnum meira, ef þau
hefðu þessar vélar.
Ekki er það síður afdrifaríkt
fyrir jámbrautir að fá slíka
aflvél, létta og fyrirferðarlitla,
sem þarf ekkert vatn. I Sviss
hefir dráttarvagn með gastúr-
bínu verið reyndur og gefizt
prýðilega. Ef tekin er til dæmis
ein af stærstu hraðlestum
Bandarríkjanna, sem er dregin
af 4-vagna dísil-samstæðum,
myndi álíka aflmikil gastúrbína
komast hæglega fyrir í einum
dráttarvagni.
Enn þá hefir ekki verið hafin
framleiðsla á gastúrbínum hæfi-
lega kraftmiklum fyrir bíla, en
samkvæmt núverandi stærðar-
hlutföllum ætti slík vél að vera
á stærð við skókassa.
Það er enginn einstakur
hugvitsmaður, sem á heiðurinn
af þessari vél. Hún er árangur-
inn af starfi margra manna
í hinum fullkomnustu rannsókn-
arstofum stóriðnaðarins; en
stærstur mun þó hlutur hins
svissneska félags.
Það var árið 1791, að hug-
myndin um túrbínu, er gengi
fyrir logandi gastegundum kom
fyrst fram. En lengi vel strand-
aði allt á því, að allur kraftur-
inn, sem túrbínurnar framleiddu
fór í loftþrýstinginn, þær átu
sig upp sjálfar. Árið 1926 sann-
aði svissneskur vísindamaður
með útreikningi, að þetta myndu
þær ætíð gera unz einhver hug-
vitsmaður finndi upp fullkomn-
ari loftþrýsti. 10 árum síðar
varð það hans hlutskipti, að
sannprófa tilraunasmíðina að
slíkri vél.
Á þessum árum höfðu verið
gerðar mikilsverðar uppgöt-
vanir í tveimur, að því er virð-
ist óskyldum iðngreinum. Málm-
fræðingum hefði tekist að fram-
leiða málmblöndu, er þoldu
geysi-hita og stöðugt logandi
gasefni. Flugvélasmiðum hafði
með rannsóknum og útreikning-
um tekizt að finna ný lögmál
fyrir sniði á flugvélaspöðum,
sem höfðu þær afleiðingar, að
hægt var að smíða mun full-
komnari spaða í loftþrýstivélar.
Það mun almennt viðurkennt,
að dísilvélin sé fullkomnasta
aflvél í heimi. Þessi nýi keppi-