Úrval - 01.02.1944, Qupperneq 82
80
ÚRVAL
inn, oft skyndilegri blóðsókn til
nefsins og fylgir henni oft
óþægileg köfnunartilfinning. —
Lofttemprun í húsum, eins og
hún tíðkast nú, reynir mjög á
þessa aðlöðunarhæfileika önd-
unarfæranna. Sumir læknar
álíta, að sjúkdómar í öndunar-
færum hafi af þessum ástæðum
aukizt, heldur en hitt.
Rétt temprun á hitatapi lík-
amans er mjög þýðingarmikil,
einkum þar, sem hitamunur er
mikill sumar og vetur. Kulda
ber að varast, af því að hann
getur valdið sjúkdómum í önd-
unarfærum eða gigtveiki. Mikl-
ir sumarhitar eru slæmir, af því
að þeir draga úr starfsorku
líkamans. En það, sem áunnizt
hefir með þeirri lofttemprun,
sem vér eigum nú við að búa,
virðist hafa skapað jafnmörg
ný vandamál og þau, sem leyst
voru.
Sem betur fer er þó til aðferð,
sem ekki krefst upphitunar
loftsms á vetrum eða kælingar
þess á sumrum. Ég á þar við
hitatemprun með geislun, eins
og þá, sem tilraun var gerð
með í rannsóknarstofu minni
fyrir nokkrum áram, þar sem
öll upphitun eða kæling þeirra,
sem í herberginu eru, fer ein-
göngu fram með geislun.
Hiti eða innrauðir geislar
ferðast gegnum loftið með hraða
ljóssins (300.000 km. á sek.),
án þess að hita það svo nokkru
nemi. Hitaáhrifanna gætir að-
eins, þegar geislarnir hitta fyr-
ir fasta hluti, sem geta drukkið
þá í sig. Geislarnir, sem hlut-
urinn drekkur í sig, örva hraða
frumeindanna, og þessi aukna
hreyfiorka skapar hita. Það er
hægt að tempra hitatap manns-
líkamans eingöngu með geislun,
hversu kalt, sem loftið um-
hverfis hann er.
Allir þekkja hinn mikla mun,
sem á því er að standa í skugga
eða láta sólina skína á sig, þó
að lofthitinn sé raunverulega sá
sami á báðum stöðum. Þeir
sem stunda vetraríþróttir kann-
ast og við, hve geislar vetrar-
sólarinnar gefa mikinn hita,
þótt lofthitinn sé fyrir neðan
frostmark.
Vísindamenn við stórt iðn-
fyrirtæki í Bandaríkjunum
gerðu fyrir nokkrum árum
tilraunir til upphitunar og kæl-
ingar í herbergi með því að
auka eða minnka hita veggj-
anna. Með því að setja á vegg-
ina málmþynnur, sem gáfu frá