Úrval - 01.02.1944, Síða 84
82
ÍJRVAL
inda, þó að hann gæti aðeins
gefið frá sér hita við geislun,
ýmist beint til stálplatnanna
eða óbeint við endurkast frá
aluminium-þynnunum. Þegar
allár stálplöturnar voru í notk-
un, varð hitatapið svo mikið, að
eftir klukkutíma fór maðurinn
að finna til hrollkulda. Áhöld
úr málmi og tré og fötin, sem
maðurinn var í, kólnuðu við að
geisla frá sér hita til platnanna,
en hiti aluminium-þynnanna
hélzt óbreyttur, 34 stig. Fötin,
sem maðurinn var 1, urðu þann-
ig nokkrum stigum kaldari en
loftið, sem lék um þau. Þetta
kann að virðast ótrúlegt, en
þannig var það samt. Þegar
maður kom inn í þetta herbergi
utan úr miklum sumarhita, fann
hann enga snögga breytingu.
En eftir nokkrar mínútur fór
hann að finna til þægilegs svala,
þegar fötin tóku að kólna og út-
geislun líkamshitans gat örvast.
Ekki varð heldur vart neinna
óþægilegra snöggbreytinga við
að fara aftur út í hitann.
f herberginu, þar sem lofthit-
inn var við frostmark, gat mað-
ur setið á skyrtunni, án þess að
finna nokkuð til kulda, einungis
við beina geislun frá rafmagns-
ofnunum, eða óbeint við endur-
kast frá aluminium-þynnunum.
Þægilegt var það einnig að geta
andað að sér köldu lofti, en vera
að öðru leyti notalega hlýtt.
Með því að auka geislunina
(án þess að auka lofthitann)
var hægt að láta manninn
svitna.
Við þessar tilraunir mínar
með endurkastsgeislun fenguzt
þannig mjög athygiisverðar
niðurstöður. Einn kosturinn
við hitun (eða kælingu) af þessu
tagi er sá, að hún gerir óþarfan
misrnun á lofthita utanhúss og
innan. Þetta er mög þýðingar-
mikið af heilsufarslegum ástæð-
um. Annar kosturinn er sá, að
með þessu þarf miklu minni
orku til upphitunar. Ýmsir verk-
fræðingar og arkitektar hafa
látið það álit í ljósi, að orku-
sparnaðurinn muni nema 60 til
80 prósent, því að mjög lítil
orka fer til að hita upp and-
rúmsloftið og innveggi húss-
ins. Þriðji kosturinn er sparn-
aður á hitaeinangrun húsanna.
Þar eð aluminiumþynnumar
haldast kaldar í köldu vetrar-
loftinu og heitar í heitu sumar-
loftinu, verður hitaflutningur
í gegnum veggina mjög lítill.
Auk þess geisla þynnumar frá
sér út í herbergið mjög litlu af