Úrval - 01.02.1944, Síða 85
UPPHITUN MEÐ GEISLUN
83
þeim hita, sem berst til þeirra
gegnum veggina. Það er með
öðrum orðum nægilegt að gera;
veggina vind- og vatnsþétta, en
hin kostnarsama hitaeinangrun,
sem nú er nauðsynleg, verður
algerlega óþörf.
Eitt atriði er þó óleyst í
sambandi við þessa lofttempr-
unaraðferð — það er útlit
veggjanna. Fáir munu kæra sig
um að búa innan gljáandi alum-
iniumveggja. Það er því nauð-
synlegt að finna upp málningu,
sem hleypir í gegnum sig hita-
geislum. Til eru lakktegundir,
sem gæddar eru þessum eigin-
leikum, en finna þarf litarefni,
sem ekki spillir þeim eiginleik-*
um lakksins. Eitt efni er þegar
fundið, sem hleypir í gegnum
sig 50 prósent af hitageislum,
en vafalaust mun þetta atriði
verða leyst líka.
Með því að gera innanhúss-
hitann nokkum veginn jafnan
allt árið um kring, höfum vér
aukið mjög á líkamleg þægindi
vor. — Upphitun með geislun
mun auka á þessi þægindi, án
þess nokkurs sé í misst að
öðru leyti. Það er spá mín, að
áður en langt um líður muni
öll hitatemprun innanhúss verða
framkvæmd með geislun, sem
bæði verður ódýrari og hollari.
Munum vér þá furða oss mest á
því, að oss skyldi ekki fyrir
löngu hafa dottið í hug önnur
aðferð til að halda á oss hita
en þá, að hita upp allt andrúms-
loftið í húsum vorum.
Hið veika kyn.
Stór og skrautlegur hani var að elta litla, ritjulega hænu.
Hænan gargaði ofboðslega og hljóp í sífelldum krókum til að
forða sér undan hananum. Að lokum hljóp hún út á götuna og
varð fyrir vörubíl, sem kom brunandi eftir veginum. Tvær roskn-
ar piparjómfrúr, sem sátu við glugga, voru sjónarvottar að þess-
um harmleik.
,,Sástu!“ sagði önnur þeirra með hátíðlegum alvörusvip, um
leið og hún benti á dauða hænuna, „hún vildi heldur deyja!“
— Sal Rosa í „Coronet".