Úrval - 01.02.1944, Qupperneq 102
Eg sjálfur á jörðinni.
Grein úr „The American Mercury“,
eftir William Saroyan.
DYRJUN er alltaf erfið, því
^ að það er ekki auðvelt að
velja úr málinu hið eina skínandi
orð, sem lifa á um alla eilífð;
t>g sérhver tjáning einstaklings-
ins er aðeins eitt orð. Sérhvert
kvæði, skáldsaga og ritgjörð er,
á sama hátt og draumurinn, orð
úr þeirri tungu, sem vér höfum
William Saroyan er ungur, amer-
ískur rithöfundur, fæddur árið 1908,
af armenskum foreldrum. Fyrsta
bókin hans, „The Daring Young
Man on the Flying Trapeze", kom
út 1935 og vakti mikla athygli. Síð-
an hafa komið út eftir hann margar
bækur, bæði skáldsögur, leikrit, smá-
sögur og ritgerðir. Saroyan er í hópi
þeirra ungu rithöfunda í Ameríku,
sem all mikill styr hefir staðið um
á undanförnum árum. Stíll hans er
persónulegur, oft ögrandi og að þvi
er virðist sjálfbirgingslegur, en eng-
inn frýr honum hæfileika og margir
telja hann einn af boðberum nýs tíma
í amerískum bókmenntum. Greinin er
ekkert stytt i þýðingunni og mun
sumum trúlega finnast þar margt um
of — en í öðrum ekki, eins og gengur.
ekki ennþá þýtt, hin víðáttu-
mikla, orðlausa vizka nætur-
innar, hið óskipulega, háttlausa
orðasafn eilífðarinnar. Jörðin,
móðir vor, er stór. Minnumst
þess, Og hjá jörðinni eru allir
hlutir stórir. Augað marg-
faldar, ef hugurinn og sálin
skipa svo fyrir. Og hugurinn
getur eyðilagt tímann, bróður
dauðans, og — minnumst þess
—- jafnframt bróður lífsins.
Stærst af öllu er ég-ið, brum
mannlífsins, þaðan sem upp af
er sprottið guð og alheimurinn,
himinn og helvíti, jörðin, andlit
mannsins, andlit mitt og andlit
þitt; augu okkar. Ég segi með
lotningu, verið glaðir.
Ég er ungur maður í gamalli
borg. Það er morgunn og ég er
í litlu herbergi. Ég stend yfir
hlaða af gulum skrifpappír, einu
tegimdinni, sem ég hefi efni á
að kaupa, þeirri tegund, sem
seld er fyrir tíu sent hlaðinn,
170 arkir. Allur þessi pappír er